Drýgja tekjurnar með sölu varnings Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. mars 2017 10:00 GKR seldi plötuna sína í morgunkornskassa í Kjötborg. Vísir/Eyþór Síðan Napster var aðal málið í kringum aldamótin hefur plötusala farið dvínandi og tónlistarmenn hafa þurft að finna sér aðrar leiðir til að afla sér tekna.GKR hettupeysurnar hafa verið mjög vinsælar.Vísir/EyþórTónleikahald, tónlistaveitur og sala á hverslags varningi hefur því orðið sífellt stærri hluti af framleiðslu tónlistarmanna og halda sumir þeirra beinlínis úti fatabúðum á netinu. Hér á landi hefur þetta verið sérstaklega áberandi í rappheiminum. Morgunkorn og hettupeysur Rapparinn GKR vakti athygli þegar hann gaf út sína fyrstu plötu en hann seldi hana á USB lykli pökkuðum í lítinn morgunkornskassa, en það er vísun í hans vinsælasta lag Morgunmatur. Einnig hefur hann verið að selja ansi vinsælar hettupeysur.Það er karakter í Cyber stöffinu.Með fatnað handa allri fjölskyldunni í vefversluninni Emmsjé Gauti hefur verið einna öflugastur við sölu á varning. Hann heldur úti vefverslun þar sem er nánast hægt að sinna öllum innkaupum heimilisins. Hann hefur líka gefið út fatnað í samstarfi við 66° Norður, búið til tölvuleik til að kynna plötuútgáfu sína og selt action kall með skírskotun í He-man.Tónlist og hönnun í eina sæng Sturla Atlas og 101 boys hópurinn hafa verið mjög frumlegir í sinni nálgun og markaðssetningu. Strákarnir hafa gefið út mikið af fatnaði, farið í samstarf við 66° Norður og fyrst og fremst notað frumlegar leiðir í að markaðssetja sig þar sem þeir hafa meðal annars gert sérstakan ilm og hannað konsept af Sturla Aqua vatni.Aldamóta-goth Stelpurnar í Cyber eru líkt og kollegar sínir í Sturlu Atlas ávallt verið með öflugt „lúkk“ í kringum sig þar sem allt sem þær senda frá sér fellur inn í fagurfræðina. Henni má kannski lýsa sem „aldamóta gothi með dassi af normcore“ en kannski ekki. Þær hafa sent frá sér boli sem skera sig svolítið úr stílhreinni hönnun hinna rapparanna.Strákarnir úr miðbænum eru alltaf með óborganlegar hugmyndir.Emmsjé Gauti klæðist hér forlátu vesti sem hann gerði í samvinnu við 66° NorðurMynd/Maggi Leifs Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Síðan Napster var aðal málið í kringum aldamótin hefur plötusala farið dvínandi og tónlistarmenn hafa þurft að finna sér aðrar leiðir til að afla sér tekna.GKR hettupeysurnar hafa verið mjög vinsælar.Vísir/EyþórTónleikahald, tónlistaveitur og sala á hverslags varningi hefur því orðið sífellt stærri hluti af framleiðslu tónlistarmanna og halda sumir þeirra beinlínis úti fatabúðum á netinu. Hér á landi hefur þetta verið sérstaklega áberandi í rappheiminum. Morgunkorn og hettupeysur Rapparinn GKR vakti athygli þegar hann gaf út sína fyrstu plötu en hann seldi hana á USB lykli pökkuðum í lítinn morgunkornskassa, en það er vísun í hans vinsælasta lag Morgunmatur. Einnig hefur hann verið að selja ansi vinsælar hettupeysur.Það er karakter í Cyber stöffinu.Með fatnað handa allri fjölskyldunni í vefversluninni Emmsjé Gauti hefur verið einna öflugastur við sölu á varning. Hann heldur úti vefverslun þar sem er nánast hægt að sinna öllum innkaupum heimilisins. Hann hefur líka gefið út fatnað í samstarfi við 66° Norður, búið til tölvuleik til að kynna plötuútgáfu sína og selt action kall með skírskotun í He-man.Tónlist og hönnun í eina sæng Sturla Atlas og 101 boys hópurinn hafa verið mjög frumlegir í sinni nálgun og markaðssetningu. Strákarnir hafa gefið út mikið af fatnaði, farið í samstarf við 66° Norður og fyrst og fremst notað frumlegar leiðir í að markaðssetja sig þar sem þeir hafa meðal annars gert sérstakan ilm og hannað konsept af Sturla Aqua vatni.Aldamóta-goth Stelpurnar í Cyber eru líkt og kollegar sínir í Sturlu Atlas ávallt verið með öflugt „lúkk“ í kringum sig þar sem allt sem þær senda frá sér fellur inn í fagurfræðina. Henni má kannski lýsa sem „aldamóta gothi með dassi af normcore“ en kannski ekki. Þær hafa sent frá sér boli sem skera sig svolítið úr stílhreinni hönnun hinna rapparanna.Strákarnir úr miðbænum eru alltaf með óborganlegar hugmyndir.Emmsjé Gauti klæðist hér forlátu vesti sem hann gerði í samvinnu við 66° NorðurMynd/Maggi Leifs
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira