Borgin opnar ungbarnadeildir á leikskólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2017 12:15 Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var samþykkt í borgarráði í morgun vísir/eyþór Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðir til að bæta þjónustu við foreldra með ung börn. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og verður áætlunin fjármögnuð með breyttri ráðstöfun fjárheimilda. Frá og með næsta hausti verða settar á fót ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og tryggir öryggi barna á öðru og þriðja aldursári. Hægt verður að innrita börn fædd á árinu 2016 (á tímabilinu janúar-apríl) á ungbarnadeildir auk forgangsbarna frá 12 mánaða aldri. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í fyrsta áfanga verða settar á fót sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg, Holt (Breiðholti), Sunnuás (Laugardal) og Blásali (Árbæjarhverfi) og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Í Miðborg er gert ráð fyrir tveimur ungbarnadeildum fyrir um 25 börn, í Holti er gert ráð fyrir 15 barna deild, í Sunnuási verða tvær ungbarnadeildir fyrir 24 börn og í Blásölum tvær deildir fyrir allt að 25 börn. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Heildarkostnaður vegna búnaðar og endurbóta á lóðum og húsnæði fyrir þessar sjö ungbarnadeildir er áætlaður um 22,5 milljónir á árinu 2017 en en einnig er stefnt að því að reisa nýjan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi sem mun starfa með leikskólanum Hofi. Skoða hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum deildum Á næstu mánuðum verður tekið saman yfirlit um hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum leikskóladeildum borgarinnar frá og með haustinu og jafnframt verður plássum fyrir ung börn fjölgað í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um allt að 200, í samræmi við umsóknir þar um. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa á árinu 2017 er kr. 93,5 milljónir Síðasti liðurinn í aðgerðaráætlun þessa árs felur í sér að niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verða hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Þá verður settur á fót starfshópur með þátttöku félaga dagforeldra sem mun móta tillögur um leiðir til að auka gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Þá stendur til að auglýsa eftir nýjum dagforeldrum til að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu þeirra. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er um 47,3 milljónir Heildarkostnaðar vegna fyrrnefndra aðgerða nemur alls 163,4 milljónir á þessu ári. Nú er að störfum starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara sem skila mun tillögum sínum um mitt ár. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðir til að bæta þjónustu við foreldra með ung börn. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og verður áætlunin fjármögnuð með breyttri ráðstöfun fjárheimilda. Frá og með næsta hausti verða settar á fót ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og tryggir öryggi barna á öðru og þriðja aldursári. Hægt verður að innrita börn fædd á árinu 2016 (á tímabilinu janúar-apríl) á ungbarnadeildir auk forgangsbarna frá 12 mánaða aldri. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í fyrsta áfanga verða settar á fót sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg, Holt (Breiðholti), Sunnuás (Laugardal) og Blásali (Árbæjarhverfi) og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Í Miðborg er gert ráð fyrir tveimur ungbarnadeildum fyrir um 25 börn, í Holti er gert ráð fyrir 15 barna deild, í Sunnuási verða tvær ungbarnadeildir fyrir 24 börn og í Blásölum tvær deildir fyrir allt að 25 börn. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Heildarkostnaður vegna búnaðar og endurbóta á lóðum og húsnæði fyrir þessar sjö ungbarnadeildir er áætlaður um 22,5 milljónir á árinu 2017 en en einnig er stefnt að því að reisa nýjan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi sem mun starfa með leikskólanum Hofi. Skoða hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum deildum Á næstu mánuðum verður tekið saman yfirlit um hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum leikskóladeildum borgarinnar frá og með haustinu og jafnframt verður plássum fyrir ung börn fjölgað í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um allt að 200, í samræmi við umsóknir þar um. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa á árinu 2017 er kr. 93,5 milljónir Síðasti liðurinn í aðgerðaráætlun þessa árs felur í sér að niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verða hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Þá verður settur á fót starfshópur með þátttöku félaga dagforeldra sem mun móta tillögur um leiðir til að auka gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Þá stendur til að auglýsa eftir nýjum dagforeldrum til að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu þeirra. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er um 47,3 milljónir Heildarkostnaðar vegna fyrrnefndra aðgerða nemur alls 163,4 milljónir á þessu ári. Nú er að störfum starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara sem skila mun tillögum sínum um mitt ár. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira