Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2017 18:30 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira