Velkomin til Tvídranga Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. mars 2017 10:30 Dale Cooper, leikinn af Kyle MacLachlan, innbyrti töluvert mikið magn af kaffi og kleinuhringjum í gegnum seríuna. NORDICPHOTOS/GETTY Þættirnir Tvídrangar eða Twin Peaks voru gífurlega vinsælir þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi hér á landi í kringum 1990. Sumir vilja meina að götur Reykjavíkur hafi verið tómar á meðan á sýningu stóð. Þessar gífurlegu vinsældir má vafalaust rekja til aðkomu Sigurjóns Sighvatssonar að þáttunum, en fyrirtæki hans, Propaganda Films, var eitt þeirra fyrirtækja sem framleiddu þættina. Íslenskur kór hljómaði í nokkrum þáttum seríunnar og táknaði háværa íslenska gesti á The Real Great Northern Hotel. Einnig sá Heba Þóris um förðun og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður í Fire Walk with Me, kvikmyndinni sem var gerð í kjölfar þáttanna og fjallaði um forsögu þáttanna. Við elskum auðvitað Íslandstengingar. Þann 21. maí næstkomandi munu hefja göngu sína nýir Twin Peaks þættir. Líklega er um framhald að ræða sem fylgir eftir ferðalagi Dales Cooper, löggunnar elskulegu úr gömlu góðu þáttunum. En afar lítið er raunar vitað um hvers eðlis þessir nýju þættir verða enda hafa allar stiklur og efni sem gefið hefur verið út um þá verið vægast sagt óupplýsandi og dularfullt – en það fellur gjörsamlega að stíl heilans bakvið Twin Peaks, meistara Davids Lynch. Hann vill oft vera dulítið óræður og því til sönnunar er hægt að tína til nánast allar myndirnar hans. Ragnheiður Ösp formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Mynd/Ragnar FreyrStemmingin heillaði „Ég byrjaði að horfa á Twin Peaks þegar ég var níu ára, með pabba mínum. Það var aðeins öðruvísi stemming þá, það fengu allir að horfa á Twin Peaks enda allir að tala um þættina. Ég var líklega í fimmta bekk en fékk samt að fylgjast með þrátt fyrir að þetta sé þessi hrollvekja og kannski ekki alveg við hæfi barna,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Hvað er það sem heillaði þig svona? „Ætli það hafi ekki verið þetta samspil af öllu „hæpinu“ í kringum þetta á þessum tíma og síðan er í þáttunum spenna, hrollvekja, ástarævintýri... bara allur pakkinn. Síðan er eitthvað rosalega heillandi við hugarheim Davids Lynch sem hefur heillað mig síðan þá. Hann er algjör snillingur í að skapa stemmingu – samspilið af öllu; tónlistin, stemmingin, sögu- þráðurinn, leikararnir – það er allur pakkinn.“ Í Bíó Paradís verður Twin Peaks í aðalhlutverki um helgina en Fire Walk with Me verður sýnd og auk þess Twin Peaks: The Missing Pieces þar sem eyddar senur úr Fire Walk with Me hafa verið splæstar saman í nýja sögu. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Þættirnir Tvídrangar eða Twin Peaks voru gífurlega vinsælir þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi hér á landi í kringum 1990. Sumir vilja meina að götur Reykjavíkur hafi verið tómar á meðan á sýningu stóð. Þessar gífurlegu vinsældir má vafalaust rekja til aðkomu Sigurjóns Sighvatssonar að þáttunum, en fyrirtæki hans, Propaganda Films, var eitt þeirra fyrirtækja sem framleiddu þættina. Íslenskur kór hljómaði í nokkrum þáttum seríunnar og táknaði háværa íslenska gesti á The Real Great Northern Hotel. Einnig sá Heba Þóris um förðun og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður í Fire Walk with Me, kvikmyndinni sem var gerð í kjölfar þáttanna og fjallaði um forsögu þáttanna. Við elskum auðvitað Íslandstengingar. Þann 21. maí næstkomandi munu hefja göngu sína nýir Twin Peaks þættir. Líklega er um framhald að ræða sem fylgir eftir ferðalagi Dales Cooper, löggunnar elskulegu úr gömlu góðu þáttunum. En afar lítið er raunar vitað um hvers eðlis þessir nýju þættir verða enda hafa allar stiklur og efni sem gefið hefur verið út um þá verið vægast sagt óupplýsandi og dularfullt – en það fellur gjörsamlega að stíl heilans bakvið Twin Peaks, meistara Davids Lynch. Hann vill oft vera dulítið óræður og því til sönnunar er hægt að tína til nánast allar myndirnar hans. Ragnheiður Ösp formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Mynd/Ragnar FreyrStemmingin heillaði „Ég byrjaði að horfa á Twin Peaks þegar ég var níu ára, með pabba mínum. Það var aðeins öðruvísi stemming þá, það fengu allir að horfa á Twin Peaks enda allir að tala um þættina. Ég var líklega í fimmta bekk en fékk samt að fylgjast með þrátt fyrir að þetta sé þessi hrollvekja og kannski ekki alveg við hæfi barna,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Hvað er það sem heillaði þig svona? „Ætli það hafi ekki verið þetta samspil af öllu „hæpinu“ í kringum þetta á þessum tíma og síðan er í þáttunum spenna, hrollvekja, ástarævintýri... bara allur pakkinn. Síðan er eitthvað rosalega heillandi við hugarheim Davids Lynch sem hefur heillað mig síðan þá. Hann er algjör snillingur í að skapa stemmingu – samspilið af öllu; tónlistin, stemmingin, sögu- þráðurinn, leikararnir – það er allur pakkinn.“ Í Bíó Paradís verður Twin Peaks í aðalhlutverki um helgina en Fire Walk with Me verður sýnd og auk þess Twin Peaks: The Missing Pieces þar sem eyddar senur úr Fire Walk with Me hafa verið splæstar saman í nýja sögu.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira