Velkomin til Tvídranga Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. mars 2017 10:30 Dale Cooper, leikinn af Kyle MacLachlan, innbyrti töluvert mikið magn af kaffi og kleinuhringjum í gegnum seríuna. NORDICPHOTOS/GETTY Þættirnir Tvídrangar eða Twin Peaks voru gífurlega vinsælir þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi hér á landi í kringum 1990. Sumir vilja meina að götur Reykjavíkur hafi verið tómar á meðan á sýningu stóð. Þessar gífurlegu vinsældir má vafalaust rekja til aðkomu Sigurjóns Sighvatssonar að þáttunum, en fyrirtæki hans, Propaganda Films, var eitt þeirra fyrirtækja sem framleiddu þættina. Íslenskur kór hljómaði í nokkrum þáttum seríunnar og táknaði háværa íslenska gesti á The Real Great Northern Hotel. Einnig sá Heba Þóris um förðun og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður í Fire Walk with Me, kvikmyndinni sem var gerð í kjölfar þáttanna og fjallaði um forsögu þáttanna. Við elskum auðvitað Íslandstengingar. Þann 21. maí næstkomandi munu hefja göngu sína nýir Twin Peaks þættir. Líklega er um framhald að ræða sem fylgir eftir ferðalagi Dales Cooper, löggunnar elskulegu úr gömlu góðu þáttunum. En afar lítið er raunar vitað um hvers eðlis þessir nýju þættir verða enda hafa allar stiklur og efni sem gefið hefur verið út um þá verið vægast sagt óupplýsandi og dularfullt – en það fellur gjörsamlega að stíl heilans bakvið Twin Peaks, meistara Davids Lynch. Hann vill oft vera dulítið óræður og því til sönnunar er hægt að tína til nánast allar myndirnar hans. Ragnheiður Ösp formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Mynd/Ragnar FreyrStemmingin heillaði „Ég byrjaði að horfa á Twin Peaks þegar ég var níu ára, með pabba mínum. Það var aðeins öðruvísi stemming þá, það fengu allir að horfa á Twin Peaks enda allir að tala um þættina. Ég var líklega í fimmta bekk en fékk samt að fylgjast með þrátt fyrir að þetta sé þessi hrollvekja og kannski ekki alveg við hæfi barna,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Hvað er það sem heillaði þig svona? „Ætli það hafi ekki verið þetta samspil af öllu „hæpinu“ í kringum þetta á þessum tíma og síðan er í þáttunum spenna, hrollvekja, ástarævintýri... bara allur pakkinn. Síðan er eitthvað rosalega heillandi við hugarheim Davids Lynch sem hefur heillað mig síðan þá. Hann er algjör snillingur í að skapa stemmingu – samspilið af öllu; tónlistin, stemmingin, sögu- þráðurinn, leikararnir – það er allur pakkinn.“ Í Bíó Paradís verður Twin Peaks í aðalhlutverki um helgina en Fire Walk with Me verður sýnd og auk þess Twin Peaks: The Missing Pieces þar sem eyddar senur úr Fire Walk with Me hafa verið splæstar saman í nýja sögu. Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Þættirnir Tvídrangar eða Twin Peaks voru gífurlega vinsælir þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi hér á landi í kringum 1990. Sumir vilja meina að götur Reykjavíkur hafi verið tómar á meðan á sýningu stóð. Þessar gífurlegu vinsældir má vafalaust rekja til aðkomu Sigurjóns Sighvatssonar að þáttunum, en fyrirtæki hans, Propaganda Films, var eitt þeirra fyrirtækja sem framleiddu þættina. Íslenskur kór hljómaði í nokkrum þáttum seríunnar og táknaði háværa íslenska gesti á The Real Great Northern Hotel. Einnig sá Heba Þóris um förðun og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður í Fire Walk with Me, kvikmyndinni sem var gerð í kjölfar þáttanna og fjallaði um forsögu þáttanna. Við elskum auðvitað Íslandstengingar. Þann 21. maí næstkomandi munu hefja göngu sína nýir Twin Peaks þættir. Líklega er um framhald að ræða sem fylgir eftir ferðalagi Dales Cooper, löggunnar elskulegu úr gömlu góðu þáttunum. En afar lítið er raunar vitað um hvers eðlis þessir nýju þættir verða enda hafa allar stiklur og efni sem gefið hefur verið út um þá verið vægast sagt óupplýsandi og dularfullt – en það fellur gjörsamlega að stíl heilans bakvið Twin Peaks, meistara Davids Lynch. Hann vill oft vera dulítið óræður og því til sönnunar er hægt að tína til nánast allar myndirnar hans. Ragnheiður Ösp formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Mynd/Ragnar FreyrStemmingin heillaði „Ég byrjaði að horfa á Twin Peaks þegar ég var níu ára, með pabba mínum. Það var aðeins öðruvísi stemming þá, það fengu allir að horfa á Twin Peaks enda allir að tala um þættina. Ég var líklega í fimmta bekk en fékk samt að fylgjast með þrátt fyrir að þetta sé þessi hrollvekja og kannski ekki alveg við hæfi barna,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, formaður áhugamannafélags um Tvídranga.Hvað er það sem heillaði þig svona? „Ætli það hafi ekki verið þetta samspil af öllu „hæpinu“ í kringum þetta á þessum tíma og síðan er í þáttunum spenna, hrollvekja, ástarævintýri... bara allur pakkinn. Síðan er eitthvað rosalega heillandi við hugarheim Davids Lynch sem hefur heillað mig síðan þá. Hann er algjör snillingur í að skapa stemmingu – samspilið af öllu; tónlistin, stemmingin, sögu- þráðurinn, leikararnir – það er allur pakkinn.“ Í Bíó Paradís verður Twin Peaks í aðalhlutverki um helgina en Fire Walk with Me verður sýnd og auk þess Twin Peaks: The Missing Pieces þar sem eyddar senur úr Fire Walk with Me hafa verið splæstar saman í nýja sögu.
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning