Innlent

Finnur segist ekki eiga Dekhill Advisors

Jakob Bjarnar skrifar
Finnur segir dylgjur Vilhjálms, um að hann sé maðurinn á bak við Dekhill Advisors ekki eiga sér neina stoð.
Finnur segir dylgjur Vilhjálms, um að hann sé maðurinn á bak við Dekhill Advisors ekki eiga sér neina stoð.
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, segist ekki eigandi hins dularfulla Dekhill Advisors á nokkurn hátt, né nokkur sér tengdur.

Takmarkaður upplýsingar eru til um félagið sem hlaut hluta hagnaðarins af Hauck & Aufhäuser-fléttunni við sölu Búnaðarbankans á móti Ólafi Ólafssyni. Um er að ræða 46,5 milljónir dollara sem að núvirði eru 4 milljarðar króna.

Finnur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Vísis af vangaveltum Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns, sem gerir því skóna að maðurinn á bak við Dekhill Advisors sé Finnur. Það gerir Vilhjálmur án þess þó að segja það hreint út heldur lætur vini sína á Facebook leiða að því líkum.

Finnur segir: „Í tilefni af Facebókarfærslu Vilhjálms Bjarnasonar alþingismanns, og fréttar sem birt er vegna hennar á www.visir.is vil ég taka eftirfarandi fram:

Hvorki ég eða nokkur sem mér tengist er eigandi að félaginu Dekhill Advisors líkt og Vilhjálmur dylgjar að og slegið er upp í frétt á www.visir.is.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×