Tara Margrét segir ummæli Ágústu Evu afar óviðeigandi Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2017 12:22 Margrét Tara segir það engu skipta þó ummæli Ágústu Evu hafi verið sett fram í gríni, þetta er einfaldlega viðkvæmt. „Okkar afstaða í samtökum um líkamsvirðingu er sú að svona athugasemdir eigi aldrei rétt á sér. líkamsvirðing er fyrir alla, hvernig sem holdafar þeirra er,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtakanna um líkamsvirðingu. Ummæli Ágústu Evu Erlendsdóttur á Instagramreikningi Manuelu Óskar Harðardóttur, við mynd sem samfélagsmiðlastjarnan birti af sér þar þar sem Ágústa Eva bendir henni á að borða – hafa vakið mikla athygli. Vísir greindi frá væringum þessu tengt í gærkvöldi en Manuela Ósk tjáir sig ítarlega um ummæli Ágústu Evu á Snapchat; að þau hafi verið óviðeigandi. Hún þekki Ágústu Evu ekki neitt og furðar sig á ummælunum. Manuela Ósk segir jafnframt að Ágústa Eva hafi sett sig í samband við sig á Facebook en lokað fljótlega á sig þar (block-að) eftir orðaskipti þar.Skiptir engu þó um grín hafi verið að ræða Ágústa Eva lét broskall fylgja með athugasemd sinni en Manuela Ósk túlkaði þetta hins vegar sem árás á sig og líkamsvöxt sinn; að hún væri alltof grönn. Margrét Tara segir það í sjálfu sér litlu breyta þó þetta sé sett fram í gríni, af hálfu Ágústu Evu.Hér neðar má sjá myndina sem Manuela Ósk birti og olli þessum titringi. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Þetta er rosalega viðkvæmt, það að tala um útlit annarra. Ekki síst á opinberum vettvangi. Við verðum að átta okkur betur á því hvað þetta er viðkvæmt. Þetta eru ummæli sem eru óviðeigandi, hvar sem það er á skalanum, hvort sem þú telst of grannur eða of feitur. Ákveðið áreiti eins og Manúela kemur inná. Við vitum aldrei hvað liggur á bak við þetta. Hvernig svona skot hafa áhrif á þann sem fyrir verður.“Allir eiga rétt á að elska líkama sinn Samtök um líkamsvirðingu berst ekki aðeins gegn fordómum sem þau telja beinast að þeim sem feitlagnir eru heldur einnig þeim sem sagðir eru of grannir. „Algjörlega. Mikilvægt er að efla líkamsmynd allra íslenskra kvenna og karla, þó þeirra rödd hafi ekki heyrst mikið – rödd kvenna hefur verið sterkari í þessari baráttu. En, við stöndum illa hvað þetta varðar. Það er orðið norm að við eigum að hata líkama okkar hvernig sem við lítum út. Það eiga allir rétt á að elska líkama sinn, hvernig sem hann lítur út og það eiga allir rétt á að samfélagið sýni líkamsvexti þeirra virðingu. Við þurfum að fá upp þá stöðu að það sé samfélaglega viðurkennt að ekki sé við hæfi að sett sé út á líkama annarra; að ekki sé sett út á vaxtarlag hvernig sem það er. Það hefur áhrif.“ Athugasemd Ágústu Evu virðist hafa slegið samfélagsstjörnuna, sem þúsundir fylgjast með á degi hverjum á þeim vettvangi, út af laginu? „Já, virðist hafa gert það. Við vitum aldrei hvaða áhrif orð hafa og við skulum hafa í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Tengdar fréttir Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Okkar afstaða í samtökum um líkamsvirðingu er sú að svona athugasemdir eigi aldrei rétt á sér. líkamsvirðing er fyrir alla, hvernig sem holdafar þeirra er,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtakanna um líkamsvirðingu. Ummæli Ágústu Evu Erlendsdóttur á Instagramreikningi Manuelu Óskar Harðardóttur, við mynd sem samfélagsmiðlastjarnan birti af sér þar þar sem Ágústa Eva bendir henni á að borða – hafa vakið mikla athygli. Vísir greindi frá væringum þessu tengt í gærkvöldi en Manuela Ósk tjáir sig ítarlega um ummæli Ágústu Evu á Snapchat; að þau hafi verið óviðeigandi. Hún þekki Ágústu Evu ekki neitt og furðar sig á ummælunum. Manuela Ósk segir jafnframt að Ágústa Eva hafi sett sig í samband við sig á Facebook en lokað fljótlega á sig þar (block-að) eftir orðaskipti þar.Skiptir engu þó um grín hafi verið að ræða Ágústa Eva lét broskall fylgja með athugasemd sinni en Manuela Ósk túlkaði þetta hins vegar sem árás á sig og líkamsvöxt sinn; að hún væri alltof grönn. Margrét Tara segir það í sjálfu sér litlu breyta þó þetta sé sett fram í gríni, af hálfu Ágústu Evu.Hér neðar má sjá myndina sem Manuela Ósk birti og olli þessum titringi. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT „Þetta er rosalega viðkvæmt, það að tala um útlit annarra. Ekki síst á opinberum vettvangi. Við verðum að átta okkur betur á því hvað þetta er viðkvæmt. Þetta eru ummæli sem eru óviðeigandi, hvar sem það er á skalanum, hvort sem þú telst of grannur eða of feitur. Ákveðið áreiti eins og Manúela kemur inná. Við vitum aldrei hvað liggur á bak við þetta. Hvernig svona skot hafa áhrif á þann sem fyrir verður.“Allir eiga rétt á að elska líkama sinn Samtök um líkamsvirðingu berst ekki aðeins gegn fordómum sem þau telja beinast að þeim sem feitlagnir eru heldur einnig þeim sem sagðir eru of grannir. „Algjörlega. Mikilvægt er að efla líkamsmynd allra íslenskra kvenna og karla, þó þeirra rödd hafi ekki heyrst mikið – rödd kvenna hefur verið sterkari í þessari baráttu. En, við stöndum illa hvað þetta varðar. Það er orðið norm að við eigum að hata líkama okkar hvernig sem við lítum út. Það eiga allir rétt á að elska líkama sinn, hvernig sem hann lítur út og það eiga allir rétt á að samfélagið sýni líkamsvexti þeirra virðingu. Við þurfum að fá upp þá stöðu að það sé samfélaglega viðurkennt að ekki sé við hæfi að sett sé út á líkama annarra; að ekki sé sett út á vaxtarlag hvernig sem það er. Það hefur áhrif.“ Athugasemd Ágústu Evu virðist hafa slegið samfélagsstjörnuna, sem þúsundir fylgjast með á degi hverjum á þeim vettvangi, út af laginu? „Já, virðist hafa gert það. Við vitum aldrei hvaða áhrif orð hafa og við skulum hafa í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.“
Tengdar fréttir Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Ummælin voru rituð við mynd sem Manuela birti á Instagram. 19. mars 2017 22:16