Vonlaust að halda partí án rappara Guðný Hrönn skrifar 25. mars 2017 09:00 Rapparinn Herra Hnetusmjör mun halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Anton Brink Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist. Næturlíf Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist.
Næturlíf Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp