Nauðgaði 17 ára samstarfskonu sinni á árshátíð vinnunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 16:01 Maðurinn neitaði sök. Vísir/VAlli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira