Innlent

Ferðamaður slasaðist við Seljalandsfoss

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ferðamenn við Seljalandsfoss að sumri. Myndin er úr safni.
Ferðamenn við Seljalandsfoss að sumri. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út rúmlega fjögur í dag vegna ferðamanns sem hafði fallið við göngu við fossinn Gljúfrabúa við hlið Seljalandsfoss.

Talið var að viðkomandi væri ökklabrotinn og þurfti sérþjálfaða björgunarmenn með fjallabjörgunarbúnað til að koma manninum til aðstoðar. 
 
Fram kemur í tilkynningu að tólf björgunarmenn hafi fairð á staðinn ásamt lögreglu og sjúkraliði og „gekk vel að koma manninum niður á jafnsléttu og var hann kominn í sjúkrabíl núna á sjötta tímanum.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×