Prófessorar í íslensku ósammála um kynhlutleysi í tungumálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:19 Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira