Prófessorar í íslensku ósammála um kynhlutleysi í tungumálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:19 Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira