Lífið

Íslendingar spólgraðir eftir sigurinn í Nice: Met í mænudeyfingum níu mánuðum síðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefur verið fjör víða 27. júní.
Það hefur verið fjör víða 27. júní.
Þann 27. júní 2016 sló íslenska landsliðið í knattspyrnu enska landsliðið úr keppni í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi og gleyma líka Íslendingar aldrei þeim degi.

Ísland lenti 1-0 undir í leiknum en strákarnir okkar komu til baka og unnu leikinn með mörkum frá Ragnari Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni.

Nú akkúrat níu mánuðum var slegið met í fjölda mænudeyfinga á fæðingardeild Landspítalans. Því má draga þá ályktun að þetta kvöld hafi verið nóg að gera hjá íslenskum pörum. Ásgeir Pétur, læknir, var á vaktinni um helgina.

„Sett var met í fjölda mænudeyfinga á fæðingarvakt um helgina - níu mánuðum eftir 2-1 sigurinn á Englandi,“ segir Ásgeir Pétur í færslu á Twitter.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×