Aldagömul málverk af Geysi komin til landsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Michael Nevin við málverkin tvö. vísir/ernir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira