Forstjóri HB Granda varar við of mikilli bjartsýni Höskuldur Kári Schram skrifar 29. mars 2017 20:46 Mikil óvissa hefur ríkt meðal starfsmanna HB Granda á Akranesi eftir að stjórn fyrirtækisins kynnti þá ákvörðun að hætta botnsfiskvinnslu í bænum. Bæði bæjaryfirvöld og verkalýðsfélög á staðnum hafa óskað eftir því að stjórn fyrirtækisins endurskoði ákvörðunina. Í gær sendi bærinn frá sér viljayfirlýsingu um að ganga frá samkomulagi við HB Granda um umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur á hafnaraðstöðu gegn því að fyrirtækið félli frá ákvörðun sinni. Um 270 manns starfa hjá HB Granda á Akranesi, þar af 93 við botnfiskvinnslu. Forstjóri fyrirtækisins fundaði með starfsfólki fyrirtækisins og fulltrúum verkalýðsfélaga í dag og í kjölfarið var ákveðið að ganga til viðræðna við bæjaryfirvöld og fresta ákvörðun um lokun í fimm mánuði. „Við höfum ákveðið að ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingar sem þeir gáfu út í gær og sjá hvert það leiðir okkur,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranesbæjar, er bjartsýnn á að hægt verði að ganga frá sakomulagi áður en til lokunar kemur í september. „Eins og ég hef sagt þá þarf þrjá til,“ segir Sævar Freyr. „Þriðji aðilinn er Faxaflóahafnir og ég er sannfærður um að þeir muni ekki liggja á liði sínu til þess að koma þessu í heila höfn.“ Forstjóri HB Granda varar þó við of mikilli bjartsýni. „Með því að ganga til þessa viðræðna á erum við í sjálfu sér ekki að skuldbinda okkur til þess að hér verði áfram botnfisksvinnsla. Gangi væntingar bæjaryfirvalda ekki eftir þá mun botnfiskvinnslu vera hætt hér í september.“ Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Gefa ekki upp áætlað tap á landvinnslu HB Granda Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, gefur ekki upp hvað fyrirtækið áætlar að tap af landvinnslu á Akranesi geti orðið mikið á næstu árum. 29. mars 2017 06:00 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Bæjarstjórinn vill hefja viðræður við HB Granda strax á morgun Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranesbæjar, segist vera þakklátur HB Granda eftir að félagið tók ákvörðun um að fresta uppsögnum í botnfiskvinnnslu félagsins og ganga til viðræðna við bæjarfélagið. 29. mars 2017 18:00 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Mikil óvissa hefur ríkt meðal starfsmanna HB Granda á Akranesi eftir að stjórn fyrirtækisins kynnti þá ákvörðun að hætta botnsfiskvinnslu í bænum. Bæði bæjaryfirvöld og verkalýðsfélög á staðnum hafa óskað eftir því að stjórn fyrirtækisins endurskoði ákvörðunina. Í gær sendi bærinn frá sér viljayfirlýsingu um að ganga frá samkomulagi við HB Granda um umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur á hafnaraðstöðu gegn því að fyrirtækið félli frá ákvörðun sinni. Um 270 manns starfa hjá HB Granda á Akranesi, þar af 93 við botnfiskvinnslu. Forstjóri fyrirtækisins fundaði með starfsfólki fyrirtækisins og fulltrúum verkalýðsfélaga í dag og í kjölfarið var ákveðið að ganga til viðræðna við bæjaryfirvöld og fresta ákvörðun um lokun í fimm mánuði. „Við höfum ákveðið að ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingar sem þeir gáfu út í gær og sjá hvert það leiðir okkur,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranesbæjar, er bjartsýnn á að hægt verði að ganga frá sakomulagi áður en til lokunar kemur í september. „Eins og ég hef sagt þá þarf þrjá til,“ segir Sævar Freyr. „Þriðji aðilinn er Faxaflóahafnir og ég er sannfærður um að þeir muni ekki liggja á liði sínu til þess að koma þessu í heila höfn.“ Forstjóri HB Granda varar þó við of mikilli bjartsýni. „Með því að ganga til þessa viðræðna á erum við í sjálfu sér ekki að skuldbinda okkur til þess að hér verði áfram botnfisksvinnsla. Gangi væntingar bæjaryfirvalda ekki eftir þá mun botnfiskvinnslu vera hætt hér í september.“
Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Gefa ekki upp áætlað tap á landvinnslu HB Granda Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, gefur ekki upp hvað fyrirtækið áætlar að tap af landvinnslu á Akranesi geti orðið mikið á næstu árum. 29. mars 2017 06:00 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Bæjarstjórinn vill hefja viðræður við HB Granda strax á morgun Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranesbæjar, segist vera þakklátur HB Granda eftir að félagið tók ákvörðun um að fresta uppsögnum í botnfiskvinnnslu félagsins og ganga til viðræðna við bæjarfélagið. 29. mars 2017 18:00 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
Gefa ekki upp áætlað tap á landvinnslu HB Granda Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, gefur ekki upp hvað fyrirtækið áætlar að tap af landvinnslu á Akranesi geti orðið mikið á næstu árum. 29. mars 2017 06:00
HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47
Bæjarstjórinn vill hefja viðræður við HB Granda strax á morgun Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranesbæjar, segist vera þakklátur HB Granda eftir að félagið tók ákvörðun um að fresta uppsögnum í botnfiskvinnnslu félagsins og ganga til viðræðna við bæjarfélagið. 29. mars 2017 18:00
Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27