Ferðalög, staðir og minningar Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. mars 2017 10:00 Kristján ferðast mikið og á því nóg af efnivið til að moða úr. Vísir/Anton Brink Myndlistarmaðurinn Kristján Steingrímur opnar einkasýningu á morgun, laugardag. Á sýningunni vinnur hann með minningar sínar frá stöðum sem hann hefur heimsótt. Nokkur verkanna eru máluð með litum unnum úr steinefnum frá nokkrum staðanna. „Þetta er blanda af málverkum, vatnslitamyndum og teikningum. Þarna eru ný verk í bland við gömul – elstu verkin eru frá 1999 og þau yngstu eru frá þessu ári. ég byggi verkin á litum sem ég vinn sjálfur úr umhverfinu. Ég vinn þetta úr ýmsum jarðefnum frá mismunandi stöðum – bæði héðan frá Íslandi og víða að úr heiminum. Þetta eru staðir sem hafa orðið á vegi mínum á ferðalögum vítt og breitt, staðir sem hafa heillað mig og ég hef ákveðið að taka með mér og bókstaflega mála með. Þetta eru mest megnis steinefni og leirefni sem ég læt vinna og bý til litaduft úr – sem verður svo olíu- og vatnslitir,“ segir myndlistarmaðurinn Kristján Steingrímur sem opnar einkasýningu í BERG Contemporary á laugardaginn. Sýningin er eins og Kristján segir unnin á tuttugu ára tímabili. Hér er ekki um yfirlitssýningu að ræða heldur margþætta nálgun Kristjáns að sama viðfangsefninu – það er að segja stöðum og minningum – en hann notar brot úr stöðunum sem hann minnist bókstaflega sem efnivið í verkin.Henta efni frá einhverjum sérstökum stöðum betur en önnur í þessa vinnslu? „Já, það eru náttúrulega mismunandi litir í umhverfinu. Litarefni eru auðvitað búin til með svipuðum hætti – þau eru ýmist jarðefni eða úr jurtaríkinu. Allir litir eru með einum eða öðrum hætti ættaðir úr þessu umhverfi. Íslenskir litir eru kannski meira í grátónum, þó að auðvitað séu til sterkir litir í íslenskri náttúru. Að auki er ég að sýna teikningar sem eru unnar frá sömu stöðum. Ég bæði ljósmynda þessa mismunandi staði og síðan tek ég efni með mér. Ég hef verið að rýna í efnið og stækka upp litlar agnir frá þessum stöðum og teikna þá upp – gera þá sýnilega í gegnum víðsjá.“Eru öll verkin unnin á sama hátt? „Það eru ekki alveg öll verkin frá þessum tuttugu árum unnin svona – elstu verkin eru unnin með hefðbundnum olíulitum á striga. En þau fjalla líka um staði sem ég upplifði á sínum tíma og og vísað er til með staðsetningarhnitum sem ég setti inn á málverkin. Þannig getur sýningargesturinn notað GPS-hnit og leitað uppi viðkomandi stað. Málverkið er orðið að vegvísi fyrir áhorfandann og verkið í raun ferðalagið á staðinn.“Og eru þetta margir staðir? „Já, þeir skipta tugum. Ég er reyndar að sýna bara lítið brot af þessu á þessari sýningu og mest verk sem unnin eru úr jarðefnum hér á landi. En ég hef ferðast töluvert um heiminn og nota þá tækifærið til að afla mér hráefnis í verk. Staðirnir eru of tilfallandi áfangastaðir frekar en að þeir séu hugsaðir með málverk í huga.“Eru einhverjir sérstakir staðir sem þú ert að vinna með á sýningunni í meira uppáhaldi en aðrir? „Í raun og veru ekki – en garðar, lystigarðar í ýmsum borgum, heilla mig mikið og suma þeirra heimsæki ég oft. Ég er með á sýningunni eitthvað af teikningum úr nokkrum görðum. En ég hef reyndar búið til liti úr mold úr almenningsgörðum frá nokkrum heimsálfum sem ég notaði til að mála með málverk. Þessi verk voru sýnd í Listasafni ASÍ 2008.“ Sýning Kristjáns verður opnuð klukkan fimm á morgun, laugardag, í Berg Contemporary, en galleríið er til húsa á Klapparstíg. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Kristján Steingrímur opnar einkasýningu á morgun, laugardag. Á sýningunni vinnur hann með minningar sínar frá stöðum sem hann hefur heimsótt. Nokkur verkanna eru máluð með litum unnum úr steinefnum frá nokkrum staðanna. „Þetta er blanda af málverkum, vatnslitamyndum og teikningum. Þarna eru ný verk í bland við gömul – elstu verkin eru frá 1999 og þau yngstu eru frá þessu ári. ég byggi verkin á litum sem ég vinn sjálfur úr umhverfinu. Ég vinn þetta úr ýmsum jarðefnum frá mismunandi stöðum – bæði héðan frá Íslandi og víða að úr heiminum. Þetta eru staðir sem hafa orðið á vegi mínum á ferðalögum vítt og breitt, staðir sem hafa heillað mig og ég hef ákveðið að taka með mér og bókstaflega mála með. Þetta eru mest megnis steinefni og leirefni sem ég læt vinna og bý til litaduft úr – sem verður svo olíu- og vatnslitir,“ segir myndlistarmaðurinn Kristján Steingrímur sem opnar einkasýningu í BERG Contemporary á laugardaginn. Sýningin er eins og Kristján segir unnin á tuttugu ára tímabili. Hér er ekki um yfirlitssýningu að ræða heldur margþætta nálgun Kristjáns að sama viðfangsefninu – það er að segja stöðum og minningum – en hann notar brot úr stöðunum sem hann minnist bókstaflega sem efnivið í verkin.Henta efni frá einhverjum sérstökum stöðum betur en önnur í þessa vinnslu? „Já, það eru náttúrulega mismunandi litir í umhverfinu. Litarefni eru auðvitað búin til með svipuðum hætti – þau eru ýmist jarðefni eða úr jurtaríkinu. Allir litir eru með einum eða öðrum hætti ættaðir úr þessu umhverfi. Íslenskir litir eru kannski meira í grátónum, þó að auðvitað séu til sterkir litir í íslenskri náttúru. Að auki er ég að sýna teikningar sem eru unnar frá sömu stöðum. Ég bæði ljósmynda þessa mismunandi staði og síðan tek ég efni með mér. Ég hef verið að rýna í efnið og stækka upp litlar agnir frá þessum stöðum og teikna þá upp – gera þá sýnilega í gegnum víðsjá.“Eru öll verkin unnin á sama hátt? „Það eru ekki alveg öll verkin frá þessum tuttugu árum unnin svona – elstu verkin eru unnin með hefðbundnum olíulitum á striga. En þau fjalla líka um staði sem ég upplifði á sínum tíma og og vísað er til með staðsetningarhnitum sem ég setti inn á málverkin. Þannig getur sýningargesturinn notað GPS-hnit og leitað uppi viðkomandi stað. Málverkið er orðið að vegvísi fyrir áhorfandann og verkið í raun ferðalagið á staðinn.“Og eru þetta margir staðir? „Já, þeir skipta tugum. Ég er reyndar að sýna bara lítið brot af þessu á þessari sýningu og mest verk sem unnin eru úr jarðefnum hér á landi. En ég hef ferðast töluvert um heiminn og nota þá tækifærið til að afla mér hráefnis í verk. Staðirnir eru of tilfallandi áfangastaðir frekar en að þeir séu hugsaðir með málverk í huga.“Eru einhverjir sérstakir staðir sem þú ert að vinna með á sýningunni í meira uppáhaldi en aðrir? „Í raun og veru ekki – en garðar, lystigarðar í ýmsum borgum, heilla mig mikið og suma þeirra heimsæki ég oft. Ég er með á sýningunni eitthvað af teikningum úr nokkrum görðum. En ég hef reyndar búið til liti úr mold úr almenningsgörðum frá nokkrum heimsálfum sem ég notaði til að mála með málverk. Þessi verk voru sýnd í Listasafni ASÍ 2008.“ Sýning Kristjáns verður opnuð klukkan fimm á morgun, laugardag, í Berg Contemporary, en galleríið er til húsa á Klapparstíg.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira