Spenntur fyrir næturlífinu 11. mars 2017 15:00 "Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig.“ visir/Eyþór Måns Zelmerlöw tryggði Svíum sigur árið 2015 með laginu Heroes. Svíar hafa verið sigursælir í keppninni og Måns þakkar það góðri undankeppni í Svíþjóð. „Keppnin er stór og vönduð, það taka hátt í þrjátíu atriði þátt og sían er mikil,“ segir hann. „En svo hafa Svíar nú reyndar líka átt mögur ár,“ segir hann. Í Svíþjóð eru margir svekktir yfir því að Eurovision-stjarnan Loreen hafi ekki komist upp úr undankeppninni í ár. „Það er svolítill skandall, það er alveg rétt og mér fannst hún standa sig vel. Atriðið var stórfenglegt, en líklega var lagið ekki nógu grípandi.“ Hvaða eiginleikum þarf sigurstranglegur keppandi að búa yfir að mati Måns? „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig. Sem listamaður verður þú sumsé að bera virðingu fyrir og elska þessa keppni. Síðan þarftu auðvitað lag sem rígheldur hlustandanum fyrstu þrjátíu sekúndurnar og hefur svo góða uppbyggingu eftir það.“ Måns mun koma fram á úrslitakvöldinu. Þótt áhorfendur skipti ekki milljónum segist hann alltaf vera svolítið taugatrekktur áður en hann kemur fram. „Já, ég verð enn svolítið trekktur á taugum nokkrum mínútum áður en ég fer á svið. En stressið kemur adrenalíninu af stað sem verður að góðri einbeitingu og orku,“ segir hann. Hann fór á Búðir og ferðaðist um Suðurland í vikunni. „Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri náttúru enda átti ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mér frá fegurðinni hér.“ Ekki síður er hann spenntur fyrir reykvísku næturlífi sem hann hefur heyrt látið vel af. „Ég ætla auðvitað að skella mér út á lífið,“ segir hann og segist hlakka til. Eurovision Næturlíf Reykjavík Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Måns Zelmerlöw tryggði Svíum sigur árið 2015 með laginu Heroes. Svíar hafa verið sigursælir í keppninni og Måns þakkar það góðri undankeppni í Svíþjóð. „Keppnin er stór og vönduð, það taka hátt í þrjátíu atriði þátt og sían er mikil,“ segir hann. „En svo hafa Svíar nú reyndar líka átt mögur ár,“ segir hann. Í Svíþjóð eru margir svekktir yfir því að Eurovision-stjarnan Loreen hafi ekki komist upp úr undankeppninni í ár. „Það er svolítill skandall, það er alveg rétt og mér fannst hún standa sig vel. Atriðið var stórfenglegt, en líklega var lagið ekki nógu grípandi.“ Hvaða eiginleikum þarf sigurstranglegur keppandi að búa yfir að mati Måns? „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig. Sem listamaður verður þú sumsé að bera virðingu fyrir og elska þessa keppni. Síðan þarftu auðvitað lag sem rígheldur hlustandanum fyrstu þrjátíu sekúndurnar og hefur svo góða uppbyggingu eftir það.“ Måns mun koma fram á úrslitakvöldinu. Þótt áhorfendur skipti ekki milljónum segist hann alltaf vera svolítið taugatrekktur áður en hann kemur fram. „Já, ég verð enn svolítið trekktur á taugum nokkrum mínútum áður en ég fer á svið. En stressið kemur adrenalíninu af stað sem verður að góðri einbeitingu og orku,“ segir hann. Hann fór á Búðir og ferðaðist um Suðurland í vikunni. „Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri náttúru enda átti ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mér frá fegurðinni hér.“ Ekki síður er hann spenntur fyrir reykvísku næturlífi sem hann hefur heyrt látið vel af. „Ég ætla auðvitað að skella mér út á lífið,“ segir hann og segist hlakka til.
Eurovision Næturlíf Reykjavík Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira