Sænskur sjónvarpskokkur mun elda grænmeti ofan í Íslendinga Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2017 09:45 Jonas Lundgren hefur meðal annars sérhæft sig í grænmetisréttum. Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine. Food and Fun Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine.
Food and Fun Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“