Opnuðu alvöru fjölskyldufyrirtæki úti á Granda Guðný Hrönn skrifar 3. mars 2017 08:45 Grandi101 er til húsa á Fiskislóð 49-51 og stöðin er 1.000 fermetrar. Vísir/Vilhelm Nýja æfingastöðin Grandi101 er alvöru fjölskyldufyrirtæki en það er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Henning Jónasson, bróðir Núma, er svo þjálfari hjá Grandi 101. „Við höfum öll sem eigum stöðina stundað Crossfit en systir mín, Jakobína, og maðurinn minn hann Númi hafa verið mjög mikið í Crossfit og keppt í íþróttinni. Eins hafa þau verið að þjálfa í mörg ár. En ég er með annan bakgrunn, ég hef verið í hefðbundinni skrifstofuvinnu en stundað Crossfit samhliða því,“ segir Elín sem er einn eigenda Granda101. „Það er búið að ganga alveg ótrúlega vel þó það hafi auðvitað komið upp erfið tímabil,“ segir Elín og hlær spurð hvort það sé ekkert krefjandi að vinna með sínum nánustu allan daginn. „Þetta hefur náttúrulega verið ótrúlega mikil vinna en við Númi erum einnig nýflutt til landsins eftir sjö ára búsetu í Stokkhólmi, þannig að það hefur verið mikið að gera. Við höfum gert rosalega mikið sjálf fyrir húsnæðið og gjörbreytt því en í þessu húsi var áður verið að smíða hlera fyrir skip. En núna þegar þetta er komið af stað þá sjáum við loksins ljósið,“ segir Elín. Aðspurð út í æfingastöðina Grandi101 segir Elín hana vera fyrir alla. „Við erum með tvenns konar þjálfun eða tíma í boði. Við erum með Crossfit annars vegar og svo erum við með grandafit. GrandaFit er frekar svipað Crossfit, nema í því eru engar ólympískar lyftingar og ekki jafn flóknar fimleikaæfingar. Grandafit byggir á lengri úthaldsæfingum, ketilbjölluæfingum og eigin líkamsþyngd,“ útskýrir Elín. „Æfingarnar eru byggðar upp á þann hátt að það er alltaf hægt að skala þær niður. Þeir sem hafa aldrei æft Crossfit eða verið í sambærilegri þjálfun áður geta farið rólega af stað. Og það er það sem við viljum, við leggjum mikla áherslu á að fólk fari ekki fram úr sjálfu sér. Hér eru góðir þjálfarar sem passa upp á að fólk hreyfi sig og æfi á skynsamlegan hátt.“ Elín hvetur áhugasama til að koma og prófa. „Þetta er bæði skemmtilegt æfingaform og náið og hvetjandi samfélag. Þetta er ekki eins og að mæta í venjulega líkamsræktarstöð, þetta er mikið persónulegra og afslappaðra.“ Elín minnir að lokum á að miðað er við ákveðinn hámarksfjölda í tíma og þurfa meðlimir að skrá sig fyrirfram. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Nýja æfingastöðin Grandi101 er alvöru fjölskyldufyrirtæki en það er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Henning Jónasson, bróðir Núma, er svo þjálfari hjá Grandi 101. „Við höfum öll sem eigum stöðina stundað Crossfit en systir mín, Jakobína, og maðurinn minn hann Númi hafa verið mjög mikið í Crossfit og keppt í íþróttinni. Eins hafa þau verið að þjálfa í mörg ár. En ég er með annan bakgrunn, ég hef verið í hefðbundinni skrifstofuvinnu en stundað Crossfit samhliða því,“ segir Elín sem er einn eigenda Granda101. „Það er búið að ganga alveg ótrúlega vel þó það hafi auðvitað komið upp erfið tímabil,“ segir Elín og hlær spurð hvort það sé ekkert krefjandi að vinna með sínum nánustu allan daginn. „Þetta hefur náttúrulega verið ótrúlega mikil vinna en við Númi erum einnig nýflutt til landsins eftir sjö ára búsetu í Stokkhólmi, þannig að það hefur verið mikið að gera. Við höfum gert rosalega mikið sjálf fyrir húsnæðið og gjörbreytt því en í þessu húsi var áður verið að smíða hlera fyrir skip. En núna þegar þetta er komið af stað þá sjáum við loksins ljósið,“ segir Elín. Aðspurð út í æfingastöðina Grandi101 segir Elín hana vera fyrir alla. „Við erum með tvenns konar þjálfun eða tíma í boði. Við erum með Crossfit annars vegar og svo erum við með grandafit. GrandaFit er frekar svipað Crossfit, nema í því eru engar ólympískar lyftingar og ekki jafn flóknar fimleikaæfingar. Grandafit byggir á lengri úthaldsæfingum, ketilbjölluæfingum og eigin líkamsþyngd,“ útskýrir Elín. „Æfingarnar eru byggðar upp á þann hátt að það er alltaf hægt að skala þær niður. Þeir sem hafa aldrei æft Crossfit eða verið í sambærilegri þjálfun áður geta farið rólega af stað. Og það er það sem við viljum, við leggjum mikla áherslu á að fólk fari ekki fram úr sjálfu sér. Hér eru góðir þjálfarar sem passa upp á að fólk hreyfi sig og æfi á skynsamlegan hátt.“ Elín hvetur áhugasama til að koma og prófa. „Þetta er bæði skemmtilegt æfingaform og náið og hvetjandi samfélag. Þetta er ekki eins og að mæta í venjulega líkamsræktarstöð, þetta er mikið persónulegra og afslappaðra.“ Elín minnir að lokum á að miðað er við ákveðinn hámarksfjölda í tíma og þurfa meðlimir að skrá sig fyrirfram.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira