Innlent

Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Lífsýni úr grænlenska skipverjanum sem hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur vegna gruns um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur tengja hann beint við Birnu.

Þetta staðfesti Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu síðdegis.

Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna sem þýðir að hann er nú undir sterkum grun um að hafa banað Birnu.

Maðurinn neitar enn sök hvað það varðar en hann hefur nú játað aðild sína um vörslu á 23,4 kílóum af hassi sem fannst um borð í togaranum Polar Nanoq.


Tengdar fréttir

Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×