Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2017 11:14 „Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira