Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2017 14:33 Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. „Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.” Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
„Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.”
Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira