Fjallað er ítarlega um þáttinn á vef Guardian en Þórdís og Stranger héldu erindi á All About Women hátíðinni í Sidney um liðna helgi. Bók Þórdísar og Stranger, Handan fyrirgefningar, hefur vakið heimsathygli, sem og TED-fyrirlestur þeirra, þar sem efni bókarinnar var rætt.
„Ég vil hafa það á hreinu, fyrirgefningin var aldrei fyrir hann. Fólk telur að maður sé að gefa gerandanum eitthvað þegar maður fyrirgefur. Ég sé þetta allt öðruvísi. Fyrir mér var fyrirgefningin eitthvað sem gerði mér kleyft að skila skömminni og sjálfsásökunum sem ég hef borið með mér að ósekju. Þetta var að tæra mig að innan og var að eyðileggja líf mitt,“ sagði Þórdís Elva.
How can a victim of sexual assault obtain some level of forgiveness or closure? @thordiselva thinks you can find peace #QandA pic.twitter.com/iWquP3JgXL
— ABC Q&A (@QandA) March 6, 2017
Þórdís Elva svaraði því til að fjöldi nauðgunarmála kæmust ekki í gegnum dómskerfið og í mörgum tilfellum væri dómarnir of vægir. Þá sagði hún að hún sjálf fengi meirihluta þeirra tekna sem verði til vegna bókarinnar og að Stranger sé að íhuga að gefa sinn hluta til góðgerðarmála
Lesa má umfjöllun Guardian hér.
Our court system has evolved & it's not going to work to have rapists contacting victims, says @Josieamycashman @thordiselva replies #QandA pic.twitter.com/d1JA9e5W3w
— ABC Q&A (@QandA) March 6, 2017