Stígamót fagna afmæli og baráttudegi kvenna Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. mars 2017 12:00 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir/GVA Í dag halda Stígamót upp á baráttudag kvenna og um leið 27 ára afmæli sitt. Samtökin hófu starfsemi sína á þessum degi árið 1990. Haldið verður upp á afmælið með sama hætti og venjulega, og þó. „Það er alltaf opið hús hjá okkur frá fjögur til sex. Þar verður allt okkar vinafólk og velunnarar. Við erum að opna heimili okkar fyrir þeim sem vilja fagna með okkur. Við höfum oftast haldið blaðamannafund þennan dag og kynnt ársskýrsluna okkar með niðurstöðum liðins árs en sú sem sá um tölfræðihlutann í ár slasaði sig því miður, svo okkur seinkar og við munum kynna skýrsluna sextánda mars og halda fjölmiðlafundinn þá,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Það er ýmislegt fram undan í því góða starfi sem er sinnt hjá Stígamótum. „Það er alltaf eitthvað fram undan hjá okkur – alþjóðastarfið er fyrirferðarmikið. Við erum meðal annars að fara að halda norræna ráðstefnu hérna heima í haust ásamt Kvennaathvarfinu, þetta verður tvö til þrjú hundruð manna ráðstefna. Það er vegna þess að við erum hluti af Norrænu kvennaathvarfahreyfingunni. Þessi ráðstefna verður hér á landi í fjórða skiptið og við munum vanda okkur eins og við framast getum. Við erum líka að auglýsa eftir fólki því að það varð sprenging í aðsókn eftir að við fórum í fjáröflunar- og vitundarvakningarátakið okkar síðasta haust. Það gekk nógu vel til þess að við getum fjölgað í starfsliðinu, en það kom okkur á óvart hversu gífurlega aðsóknin jókst í kjölfar þessarar umfjöllunar. En við förum betur yfir það þegar ársskýrslan verður kynnt. Við erum líka að skilgreina áherslumál fram undan og eitt af því sem okkur langar að vinna meira með er unglingar – hvers kyns kynferðisofbeldi gagnvart unglingum, ekki síst gagnvart þeim unglingum sem eru ekki orðnir átján ára og geta þannig ekki sótt sér hjálp án þess að foreldrar og barnaverndaryfirvöld þurfi að vita af því, sem verður svo til þess að þau sækja sér ekki hjálp. Þetta eru svona vangaveltur sem við erum með. Það þarf að skoða það og ræða hvernig við getum leyst það.“ Húsið verður opnað klukkan fjögur og eru allir velkomnir í kaffi, spjall og kruðerí. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Í dag halda Stígamót upp á baráttudag kvenna og um leið 27 ára afmæli sitt. Samtökin hófu starfsemi sína á þessum degi árið 1990. Haldið verður upp á afmælið með sama hætti og venjulega, og þó. „Það er alltaf opið hús hjá okkur frá fjögur til sex. Þar verður allt okkar vinafólk og velunnarar. Við erum að opna heimili okkar fyrir þeim sem vilja fagna með okkur. Við höfum oftast haldið blaðamannafund þennan dag og kynnt ársskýrsluna okkar með niðurstöðum liðins árs en sú sem sá um tölfræðihlutann í ár slasaði sig því miður, svo okkur seinkar og við munum kynna skýrsluna sextánda mars og halda fjölmiðlafundinn þá,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Það er ýmislegt fram undan í því góða starfi sem er sinnt hjá Stígamótum. „Það er alltaf eitthvað fram undan hjá okkur – alþjóðastarfið er fyrirferðarmikið. Við erum meðal annars að fara að halda norræna ráðstefnu hérna heima í haust ásamt Kvennaathvarfinu, þetta verður tvö til þrjú hundruð manna ráðstefna. Það er vegna þess að við erum hluti af Norrænu kvennaathvarfahreyfingunni. Þessi ráðstefna verður hér á landi í fjórða skiptið og við munum vanda okkur eins og við framast getum. Við erum líka að auglýsa eftir fólki því að það varð sprenging í aðsókn eftir að við fórum í fjáröflunar- og vitundarvakningarátakið okkar síðasta haust. Það gekk nógu vel til þess að við getum fjölgað í starfsliðinu, en það kom okkur á óvart hversu gífurlega aðsóknin jókst í kjölfar þessarar umfjöllunar. En við förum betur yfir það þegar ársskýrslan verður kynnt. Við erum líka að skilgreina áherslumál fram undan og eitt af því sem okkur langar að vinna meira með er unglingar – hvers kyns kynferðisofbeldi gagnvart unglingum, ekki síst gagnvart þeim unglingum sem eru ekki orðnir átján ára og geta þannig ekki sótt sér hjálp án þess að foreldrar og barnaverndaryfirvöld þurfi að vita af því, sem verður svo til þess að þau sækja sér ekki hjálp. Þetta eru svona vangaveltur sem við erum með. Það þarf að skoða það og ræða hvernig við getum leyst það.“ Húsið verður opnað klukkan fjögur og eru allir velkomnir í kaffi, spjall og kruðerí.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira