Amiina gæðir 100 ára glæpamynd lífi Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. febrúar 2017 10:00 Hljómsveitin Amiina heldur meðal annars til Kína í apríl þar sem hún spilar í sex borgum. Vísir/GVA Amiina gaf út plötuna Fantomas í lok síðasta árs. Platan kom til eftir að sveitinni var boðið að semja tónlist fyrir 100 ára gamla glæpamynd og hefur sveitin bókstaflega verið rennsveitt að spila verkið um allan heim. „Við vorum beðin um að semja tónlist við hundrað ára svarthvíta mynd, Fantomas, árið 2013, til að flytja í París á Halloween í tilefni afmælis myndanna um Fantomas. Þetta er glæpamyndaflokkur í fimm hlutum frá 1913 sem var afar vinsæll í Frakklandi. Í tilefni 100 ára afmælisins var ákveðið að endurgera myndirnar í 4k upplausn og biðja fimm hljómsveitir og tónlistarmenn að gera nýja tónlist og flytja í Théâtre du Châtelet í París. Við gerðum það og það var alveg frábært – þetta var sex klukkutíma löng bíósýning með öllum þessum listamönnum. Þetta voru til dæmis Tim Hecker og Yann Tiersen sem gerði tónlistina í Amelie var listrænn stjórnandi, þannig að þetta var rosa stórt og mjög mikið lagt í að gera tónlist í heila bíómynd,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir meðlimur hljómsveitarinnar Amiinu, sem hefur verið að gera það gott um allan heim með plötuna Fantomas. Þau gáfu í lok síðasta árs út samnefnda plötu með tónlistinni sem Amiina samdi fyrir myndina og hafa í framhaldinu verið að túra heilmikið og spila yfir myndina.En hvernig kom það til að þau ákváðu að taka upp plötu með tónlistinni? „Þegar frá leið langaði okkur að gera eitthvað meira úr þessu og prufuðum að taka upp og sjá hvernig þetta yrði. Við ákváðum að aðlaga þetta þannig að þetta yrði bara plata og það gekk vel, við fórum í stúdíó svona ári síðar og kláruðum plötuna þarna um daginn. Þetta er bara eins og alveg sjálfstæð plata – maður þarf ekki endilega að vita að tónlistin sé upphaflega samin við mynd. En við höfum spilað þetta með myndinni ansi oft síðan. Myndirnar um Fantomas er ansi mögnuð innsýn í Frakkland fyrir hundrað árum; götustemmingin, hestvagnar, bílar og lestir... það er ansi súrrealísk framvinda í myndinni og allt í ótrúlega hárri upplausn þannig að manni líður eins og maður bara sé staddur í París fyrir hundrað árum. Við spilum tónsporið mjög nákvæmt; við höldum spennunni í spennuköflum, stundum vitnum við í umhverfishljóð og fleira, þannig að tónlistin spilar mjög nákvæmlega með myndinni.“Hvað er svo fram undan hjá ykkur? „Tónleikarnir á Húrra eru upphitun því að við erum að fara að spila í Belgíu núna eftir rúma viku og síðan í apríl spilum við bæði í Bandaríkjunum og Kína. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta leggst í öðruvísi menningarheim eins og Kína. Við komumst í gegnum ritskoðun í Kína, það þurfti að athuga hvernig myndin væri þar en það slapp. Við leggjum þetta þannig upp að við flytjum alla myndina, hún er sjötíu mínútur og mjög snörp, þannig að þetta er í rauninni eins og góður kafli fyrir hlé. Í Kína spilum við aðeins fleiri lög – bæði gamalt efni og nýrra. Það var sérstaklega beðið um prógramm fyrir Kína – fyrst að við erum komin svona langt. Venjulega spilum við bara myndina og það tekur líkamlega á – það eru til dæmis hraðir trommukaflar og maður er algjörlega búinn á því. Þetta er smá eins og að fara í ræktina – yfirleitt er það bara meira en nóg fyrir okkur. Þannig að við erum í rosa góðu formi og maður þarf líka alveg að passa sig að taka nokkrar armbeygjur á dag til að vera í nógu góðu formi til að halda þetta út.“ Amiina spilar Fantomas á Húrra í kvöld og annað kvöld. Plötuna Fantomas, sem hefur verið að fá glimrandi dóma hjá gagnrýnendum, er hægt að kaupa meðal annars á vefsíðu sveitarinnar amiina.com. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Amiina gaf út plötuna Fantomas í lok síðasta árs. Platan kom til eftir að sveitinni var boðið að semja tónlist fyrir 100 ára gamla glæpamynd og hefur sveitin bókstaflega verið rennsveitt að spila verkið um allan heim. „Við vorum beðin um að semja tónlist við hundrað ára svarthvíta mynd, Fantomas, árið 2013, til að flytja í París á Halloween í tilefni afmælis myndanna um Fantomas. Þetta er glæpamyndaflokkur í fimm hlutum frá 1913 sem var afar vinsæll í Frakklandi. Í tilefni 100 ára afmælisins var ákveðið að endurgera myndirnar í 4k upplausn og biðja fimm hljómsveitir og tónlistarmenn að gera nýja tónlist og flytja í Théâtre du Châtelet í París. Við gerðum það og það var alveg frábært – þetta var sex klukkutíma löng bíósýning með öllum þessum listamönnum. Þetta voru til dæmis Tim Hecker og Yann Tiersen sem gerði tónlistina í Amelie var listrænn stjórnandi, þannig að þetta var rosa stórt og mjög mikið lagt í að gera tónlist í heila bíómynd,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir meðlimur hljómsveitarinnar Amiinu, sem hefur verið að gera það gott um allan heim með plötuna Fantomas. Þau gáfu í lok síðasta árs út samnefnda plötu með tónlistinni sem Amiina samdi fyrir myndina og hafa í framhaldinu verið að túra heilmikið og spila yfir myndina.En hvernig kom það til að þau ákváðu að taka upp plötu með tónlistinni? „Þegar frá leið langaði okkur að gera eitthvað meira úr þessu og prufuðum að taka upp og sjá hvernig þetta yrði. Við ákváðum að aðlaga þetta þannig að þetta yrði bara plata og það gekk vel, við fórum í stúdíó svona ári síðar og kláruðum plötuna þarna um daginn. Þetta er bara eins og alveg sjálfstæð plata – maður þarf ekki endilega að vita að tónlistin sé upphaflega samin við mynd. En við höfum spilað þetta með myndinni ansi oft síðan. Myndirnar um Fantomas er ansi mögnuð innsýn í Frakkland fyrir hundrað árum; götustemmingin, hestvagnar, bílar og lestir... það er ansi súrrealísk framvinda í myndinni og allt í ótrúlega hárri upplausn þannig að manni líður eins og maður bara sé staddur í París fyrir hundrað árum. Við spilum tónsporið mjög nákvæmt; við höldum spennunni í spennuköflum, stundum vitnum við í umhverfishljóð og fleira, þannig að tónlistin spilar mjög nákvæmlega með myndinni.“Hvað er svo fram undan hjá ykkur? „Tónleikarnir á Húrra eru upphitun því að við erum að fara að spila í Belgíu núna eftir rúma viku og síðan í apríl spilum við bæði í Bandaríkjunum og Kína. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta leggst í öðruvísi menningarheim eins og Kína. Við komumst í gegnum ritskoðun í Kína, það þurfti að athuga hvernig myndin væri þar en það slapp. Við leggjum þetta þannig upp að við flytjum alla myndina, hún er sjötíu mínútur og mjög snörp, þannig að þetta er í rauninni eins og góður kafli fyrir hlé. Í Kína spilum við aðeins fleiri lög – bæði gamalt efni og nýrra. Það var sérstaklega beðið um prógramm fyrir Kína – fyrst að við erum komin svona langt. Venjulega spilum við bara myndina og það tekur líkamlega á – það eru til dæmis hraðir trommukaflar og maður er algjörlega búinn á því. Þetta er smá eins og að fara í ræktina – yfirleitt er það bara meira en nóg fyrir okkur. Þannig að við erum í rosa góðu formi og maður þarf líka alveg að passa sig að taka nokkrar armbeygjur á dag til að vera í nógu góðu formi til að halda þetta út.“ Amiina spilar Fantomas á Húrra í kvöld og annað kvöld. Plötuna Fantomas, sem hefur verið að fá glimrandi dóma hjá gagnrýnendum, er hægt að kaupa meðal annars á vefsíðu sveitarinnar amiina.com.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira