Fá hvergi pláss hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskóla: „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2017 20:00 Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira
Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira