Páll Magnússon styður ekki áfengisfrumvarpið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 16:49 Teitur Björn, samflokksmaður Páls, leggur frumvarpið fram. Páll segist ekki stutt stóraukið aðgengi að áfengi. vísir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið svonefnda líkt og það liggur nú fyrir. Frumvarpið feli í sér stóraukið aðgengi að áfengi og að þar af leiðandi hann ekki ljáð því stuðning sinn. „Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins á sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Páll í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í dag. Samflokksmaður Páls, Teitur Páll Einarsson, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og mælti fyrir því á Alþingi í dag. Frumvarpið felur meðal annars í sér að sala áfengis í verslunum verði heimil, en það hefur verið afar umdeilt. Páll gagnrýndi það að fram komi í greinargerð frumvarpsins um að litlar breytingar verði gerðar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu. Það sé beinlínis rangt að gera eigi litlar breytingar á lagaumhverfinu. „Ef það væri rétt þá fjallaði frumvarpið bara um það að selja áfengisverslanir á vegum ríkisins. Þá héldu sér allar aðrar reglur, takmarkanir og viðmiðanir en þær. Þá væri ekkert gert annað en að selja þessar verslanir og koma þeim í einkaeigu. Það er ekki. Frumvarpið fjallar um ýmislegt annað. Það fjallar um það að afgreiðslutími verði stórlengdur, það megi selja áfengi til miðnættis frá níu á morgnanna í öllum matvöruverslunum sem uppfylla þau skilyrði og það fjallar um að heimila auglýsingar á áfengi og allt þetta sem snýr að frumvarpinu annað heldur en einkasala ríkisins veldur því að ég get ekki stutt frumvarpið eins og það stendur,“ sagði Páll. „Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeirri afstöðu minni felist fremur umhyggja en forræðishyggja.“ Tengdar fréttir „Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið svonefnda líkt og það liggur nú fyrir. Frumvarpið feli í sér stóraukið aðgengi að áfengi og að þar af leiðandi hann ekki ljáð því stuðning sinn. „Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins á sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Páll í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í dag. Samflokksmaður Páls, Teitur Páll Einarsson, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og mælti fyrir því á Alþingi í dag. Frumvarpið felur meðal annars í sér að sala áfengis í verslunum verði heimil, en það hefur verið afar umdeilt. Páll gagnrýndi það að fram komi í greinargerð frumvarpsins um að litlar breytingar verði gerðar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu. Það sé beinlínis rangt að gera eigi litlar breytingar á lagaumhverfinu. „Ef það væri rétt þá fjallaði frumvarpið bara um það að selja áfengisverslanir á vegum ríkisins. Þá héldu sér allar aðrar reglur, takmarkanir og viðmiðanir en þær. Þá væri ekkert gert annað en að selja þessar verslanir og koma þeim í einkaeigu. Það er ekki. Frumvarpið fjallar um ýmislegt annað. Það fjallar um það að afgreiðslutími verði stórlengdur, það megi selja áfengi til miðnættis frá níu á morgnanna í öllum matvöruverslunum sem uppfylla þau skilyrði og það fjallar um að heimila auglýsingar á áfengi og allt þetta sem snýr að frumvarpinu annað heldur en einkasala ríkisins veldur því að ég get ekki stutt frumvarpið eins og það stendur,“ sagði Páll. „Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeirri afstöðu minni felist fremur umhyggja en forræðishyggja.“
Tengdar fréttir „Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37