Fóstureyðingar verði þungunarrof Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Á liðnu ári hefur nefnd unnið að heildarendurskoðun á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í gær var skýrslan kynnt fyrir heilbrigðisráðherra. Sóley Bender, formaður nefndarinnar, segir gríðarlegar samfélagslegar breytingar á síðustu fjörutíu árum hafa kallað á endurskoðun. Í fyrsta lagi snúa tillögurnar að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þar er meðal annars lagt til að fagráð um kynheilbrigði verði stofnað innan Embættis landlæknis, að ávísa megi hormónagetnaðarvörnum til stúlkna yngri en átján ára án samráðs við foreldra og að þær verði fríar fyrir stúlkur yngri en tuttugu ára og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu. Auk þess að smokkar verið fríir í framhaldsskólum landsins. Varðandi fóstureyðingar er í fyrsta lagi lagt til að í stað þess að nota hugtakið fóstureyðing verði hugtakið þungunarrof notað. Einnig að ekki þurfi lengur tveir fagaðilar að gera greinagerð til að heimila þungunarrof. Sóley segir neikvæða merkingu felast í orðinu fóstureyðing en að þungun eigi betur við enda vísi það til byrjunar þungunar, og er notað í því samhengi, til dæmis með orðinu þungunarpróf. Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er lagt til að lækka lágmarksaldur niður í átján ár og afmá alla mismunun gagnvart fötluðum einstaklingum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tillögunum ætlað að vera grundvöllur við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál. Lesa má skýrsluna og fleiri tillögur á vef velferðarráðuneytisins. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Á liðnu ári hefur nefnd unnið að heildarendurskoðun á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í gær var skýrslan kynnt fyrir heilbrigðisráðherra. Sóley Bender, formaður nefndarinnar, segir gríðarlegar samfélagslegar breytingar á síðustu fjörutíu árum hafa kallað á endurskoðun. Í fyrsta lagi snúa tillögurnar að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þar er meðal annars lagt til að fagráð um kynheilbrigði verði stofnað innan Embættis landlæknis, að ávísa megi hormónagetnaðarvörnum til stúlkna yngri en átján ára án samráðs við foreldra og að þær verði fríar fyrir stúlkur yngri en tuttugu ára og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu. Auk þess að smokkar verið fríir í framhaldsskólum landsins. Varðandi fóstureyðingar er í fyrsta lagi lagt til að í stað þess að nota hugtakið fóstureyðing verði hugtakið þungunarrof notað. Einnig að ekki þurfi lengur tveir fagaðilar að gera greinagerð til að heimila þungunarrof. Sóley segir neikvæða merkingu felast í orðinu fóstureyðing en að þungun eigi betur við enda vísi það til byrjunar þungunar, og er notað í því samhengi, til dæmis með orðinu þungunarpróf. Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er lagt til að lækka lágmarksaldur niður í átján ár og afmá alla mismunun gagnvart fötluðum einstaklingum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tillögunum ætlað að vera grundvöllur við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál. Lesa má skýrsluna og fleiri tillögur á vef velferðarráðuneytisins.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira