Sigrún heldur áfram að leita að upprunanum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2017 07:00 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ásamt Rósíku, einni af konunum þremur sem fjallað var um í fyrstu þáttaröðinni, á ferð þeirra um Srí Lanka. vísir/egill aðalsteinsson Undirbúningur annarrar þáttaraðar af Leitinni að upprunanum er hafinn. Í upphafi ætlaði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ekki að gera aðra þáttaröð en lét tilleiðast. Fyrsta þáttaröðin hlaut í gær Edduverðlaun í flokki frétta- og viðtalsþátta. „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ sagði Sigrún Ósk þegar ljóst var að hún hefði unnið til verðlaunanna. „Eftir að fyrstu þættirnir fóru í loftið fékk ég hátt í hundrað tölvupósta frá fólki sem var áhugasamt um þátttöku ef það yrði gerð önnur þáttaröð. Framan af svaraði ég því til að það væri nánast útilokað að ég myndi gera þetta aftur,“ segir Sigrún Ósk. Sigrún hafði lengi haft hugmyndina að þáttunum á bak við eyrað áður en hún réðst loks í gerð þeirra. Það gerðist eftir að hún var „tögguð“ í pósti á Facebook þar sem kona spurði hvort einhver fjölmiðlamaður hefði ekki áhuga á að ráðast í þetta verkefni. „Ég mætti með hugmynd að þessum eina þætti á fund og hún var samþykkt með því skilyrði að þetta yrði að þáttaröð. Ég lofaði henni eiginlega upp í ermina á mér,“ segir Sigrún og hlær. Vinnan að baki þáttunum var gífurleg og í raun áttu þeir hug hennar allan í heilt ár. Var það ástæðan fyrir því að hún veigraði sér við í fyrstu að ráðast í gerð nýrrar þáttaraðar. Í þakkarræðu sinni í gær þakkaði Sigrún meðal annars eiginmanni sínum og sonum fyrir að hafa ekki nýtt fjarveru sína „til að skipta sér út fyrir einhverja aðra sem væri meira heima og gerði meira gagn“. „Þetta er svolítið eins og barnsfæðingar. Fyrst um sinn hugsarðu að það sé ekki séns að þú munir gera þetta aftur. Smám saman gleymir maður því og á endanum er ekkert sem þú vilt meir en að gera þetta aftur,“ segir Sigrún Ósk. „Það er staðreynd að ég held að ég hafi ekki tekið þátt í neinu jafn gefandi um ævina.“ Þeir sem hafa áhuga á að vera þátttakendur í Leitinni að upprunanum geta sent tölvupóst á netfangið sigrunosk@stod2.is. Tengdar fréttir Kolbrún Sara gerir upp upprunaleitina: „Ég er moldrík kona í dag“ Kolbrún Sara hefur farið í gegnum mikinn tilfinningarússíbana undanfarnar vikur. 23. nóvember 2016 11:15 Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Fannst draumi líkast að hitta móður sína: Grétu báðar og féllust í faðma „Dagurinn var strembinn og tilfinningalega átakanlegur en samt draumi líkastur og þetta fór allt miklu betur en ég þorði að vona,” sagði Rósíka Gestsdóttir sem fann líffræðilega móður sína í Sri Lanka 5. desember 2016 15:00 Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. 21. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Undirbúningur annarrar þáttaraðar af Leitinni að upprunanum er hafinn. Í upphafi ætlaði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ekki að gera aðra þáttaröð en lét tilleiðast. Fyrsta þáttaröðin hlaut í gær Edduverðlaun í flokki frétta- og viðtalsþátta. „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ sagði Sigrún Ósk þegar ljóst var að hún hefði unnið til verðlaunanna. „Eftir að fyrstu þættirnir fóru í loftið fékk ég hátt í hundrað tölvupósta frá fólki sem var áhugasamt um þátttöku ef það yrði gerð önnur þáttaröð. Framan af svaraði ég því til að það væri nánast útilokað að ég myndi gera þetta aftur,“ segir Sigrún Ósk. Sigrún hafði lengi haft hugmyndina að þáttunum á bak við eyrað áður en hún réðst loks í gerð þeirra. Það gerðist eftir að hún var „tögguð“ í pósti á Facebook þar sem kona spurði hvort einhver fjölmiðlamaður hefði ekki áhuga á að ráðast í þetta verkefni. „Ég mætti með hugmynd að þessum eina þætti á fund og hún var samþykkt með því skilyrði að þetta yrði að þáttaröð. Ég lofaði henni eiginlega upp í ermina á mér,“ segir Sigrún og hlær. Vinnan að baki þáttunum var gífurleg og í raun áttu þeir hug hennar allan í heilt ár. Var það ástæðan fyrir því að hún veigraði sér við í fyrstu að ráðast í gerð nýrrar þáttaraðar. Í þakkarræðu sinni í gær þakkaði Sigrún meðal annars eiginmanni sínum og sonum fyrir að hafa ekki nýtt fjarveru sína „til að skipta sér út fyrir einhverja aðra sem væri meira heima og gerði meira gagn“. „Þetta er svolítið eins og barnsfæðingar. Fyrst um sinn hugsarðu að það sé ekki séns að þú munir gera þetta aftur. Smám saman gleymir maður því og á endanum er ekkert sem þú vilt meir en að gera þetta aftur,“ segir Sigrún Ósk. „Það er staðreynd að ég held að ég hafi ekki tekið þátt í neinu jafn gefandi um ævina.“ Þeir sem hafa áhuga á að vera þátttakendur í Leitinni að upprunanum geta sent tölvupóst á netfangið sigrunosk@stod2.is.
Tengdar fréttir Kolbrún Sara gerir upp upprunaleitina: „Ég er moldrík kona í dag“ Kolbrún Sara hefur farið í gegnum mikinn tilfinningarússíbana undanfarnar vikur. 23. nóvember 2016 11:15 Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Fannst draumi líkast að hitta móður sína: Grétu báðar og féllust í faðma „Dagurinn var strembinn og tilfinningalega átakanlegur en samt draumi líkastur og þetta fór allt miklu betur en ég þorði að vona,” sagði Rósíka Gestsdóttir sem fann líffræðilega móður sína í Sri Lanka 5. desember 2016 15:00 Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. 21. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Kolbrún Sara gerir upp upprunaleitina: „Ég er moldrík kona í dag“ Kolbrún Sara hefur farið í gegnum mikinn tilfinningarússíbana undanfarnar vikur. 23. nóvember 2016 11:15
Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00
Fannst draumi líkast að hitta móður sína: Grétu báðar og féllust í faðma „Dagurinn var strembinn og tilfinningalega átakanlegur en samt draumi líkastur og þetta fór allt miklu betur en ég þorði að vona,” sagði Rósíka Gestsdóttir sem fann líffræðilega móður sína í Sri Lanka 5. desember 2016 15:00
Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. 21. nóvember 2016 14:30