Hin goðsagnakenndu Faye Dunaway og Warren Beatty komust heldur betur í þann krappann þegar þau áttu að tilkynna hvaða mynd hefði hlotið verðlaunin fyrir bestu kvikmyndina.

Beatty hafði þó svör á reiðum höndum og sagði að þau hefðu fengið umslag í hendurnar þar sem á stóð „Emma Stone - La La Land“ en Stone hafði aðeins mínútum áður hlotið verðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki.
Aðstandendur La La Land tóku fréttunum þó af mikilli ró og afhentu verðlaunin auðmjúkir í réttar hendur. Það verður þó að segjast að atvikið var heldur vandræðalegt eins og sjá má hér fyrir neðan.