Sessions sestur á ráðherrastól Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Trump Bandaríkjaforseti ánægður með ráðherrann vísir/afp Jeff Sessions tók í gær formlega við embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa verið sakaður um kynþáttahyggju. Sjálfur sagði hann þær ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, heldur drægju gagnrýnendur hans upp skrípamynd af honum til að gagnrýna. Andstæðingar jafnt sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta bíða enn niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hið umdeilda bann hans við innflutningi fólks frá nokkrum múslimalöndum. Trump sjálfur gagnrýndi harðlega dómarann í Seattle sem úrskurðaði innflytjendabannið ólöglegt, en meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Trump fyrir þau ummæli er Neil M. Gorsuch, sem Trump vill gera að hæstaréttardómara. Gorsuch sagði ummæli Trumps um dómarann vera niðurdrepandi og siðspillandi. Áfrýjunardómstóllinn tók málið fyrir á þriðjudag og sagði von á niðurstöðu fljótlega, en jafnvel þótt sá úrskurður verði banninu í vil bíða tugir annarra dómsmála sem höfðuð hafa verið gegn banni Trumps. Trump stærir sig á Twitter-reikningi sínum af því að 55 prósent kjósenda styðji innflytjendabannið, samkvæmt skoðanakönnun fréttavefsins Politico. Andstaðan mældist aðeins 38 prósent. Í grein á Politico er reyndar bent á það að aðrar skoðanakannanir, frá CBS, CNN, Gallup og Quinnipiac, hafi sýnt fram á andstöðu meirihlutans við innflytjendabannið. Trump vekur hins vegar einnig athygli á nýrri skoðanakönnun sem sýnir að meirihluti íbúa Evrópuríkja myndi styðja sams konar aðgerðir í Evrópu, sem fælu í sér að íbúum múslimaríkja yrði bannað að flytja til Evrópu. Það er breska stofnunin Chatham House sem gerði þessa könnun. Íbúar tíu Evrópulanda voru spurðir hvort stöðva ætti allan innflutning fólks frá múslimalöndum. Alls voru 55 prósent aðspurðra fylgjandi þessu. Tuttugu prósent voru ósammála en 25 prósent sögðust hvorki fylgjandi né andvíg slíku banni. Stuðningur við slíkt bann reyndist mestur í Póllandi, þar sem hann mældist 71 prósent. Í Austurríki mældist 65 prósent stuðningur, 53 prósent í Þýskalandi og 51 prósent á Ítalíu. Minnstur var stuðningurinn á Spáni og í Bretlandi, 47 og 41 prósent, en hvergi mældist andstaðan við slíkt bann meiri en 32 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Jeff Sessions: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. 9. febrúar 2017 12:00 Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 12:56 Ráðgjafi Trump auglýsti fatalínu Ivönku í sjónvarpsviðtali Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, notaði tækifærið í sjónvarpsviðtali við Fox News í dag og auglýsti fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, en verslunin Nordstrom tók línuna úr sölu á dögunum. 9. febrúar 2017 20:49 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Jeff Sessions tók í gær formlega við embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa verið sakaður um kynþáttahyggju. Sjálfur sagði hann þær ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, heldur drægju gagnrýnendur hans upp skrípamynd af honum til að gagnrýna. Andstæðingar jafnt sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta bíða enn niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hið umdeilda bann hans við innflutningi fólks frá nokkrum múslimalöndum. Trump sjálfur gagnrýndi harðlega dómarann í Seattle sem úrskurðaði innflytjendabannið ólöglegt, en meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Trump fyrir þau ummæli er Neil M. Gorsuch, sem Trump vill gera að hæstaréttardómara. Gorsuch sagði ummæli Trumps um dómarann vera niðurdrepandi og siðspillandi. Áfrýjunardómstóllinn tók málið fyrir á þriðjudag og sagði von á niðurstöðu fljótlega, en jafnvel þótt sá úrskurður verði banninu í vil bíða tugir annarra dómsmála sem höfðuð hafa verið gegn banni Trumps. Trump stærir sig á Twitter-reikningi sínum af því að 55 prósent kjósenda styðji innflytjendabannið, samkvæmt skoðanakönnun fréttavefsins Politico. Andstaðan mældist aðeins 38 prósent. Í grein á Politico er reyndar bent á það að aðrar skoðanakannanir, frá CBS, CNN, Gallup og Quinnipiac, hafi sýnt fram á andstöðu meirihlutans við innflytjendabannið. Trump vekur hins vegar einnig athygli á nýrri skoðanakönnun sem sýnir að meirihluti íbúa Evrópuríkja myndi styðja sams konar aðgerðir í Evrópu, sem fælu í sér að íbúum múslimaríkja yrði bannað að flytja til Evrópu. Það er breska stofnunin Chatham House sem gerði þessa könnun. Íbúar tíu Evrópulanda voru spurðir hvort stöðva ætti allan innflutning fólks frá múslimalöndum. Alls voru 55 prósent aðspurðra fylgjandi þessu. Tuttugu prósent voru ósammála en 25 prósent sögðust hvorki fylgjandi né andvíg slíku banni. Stuðningur við slíkt bann reyndist mestur í Póllandi, þar sem hann mældist 71 prósent. Í Austurríki mældist 65 prósent stuðningur, 53 prósent í Þýskalandi og 51 prósent á Ítalíu. Minnstur var stuðningurinn á Spáni og í Bretlandi, 47 og 41 prósent, en hvergi mældist andstaðan við slíkt bann meiri en 32 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Jeff Sessions: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. 9. febrúar 2017 12:00 Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 12:56 Ráðgjafi Trump auglýsti fatalínu Ivönku í sjónvarpsviðtali Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, notaði tækifærið í sjónvarpsviðtali við Fox News í dag og auglýsti fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, en verslunin Nordstrom tók línuna úr sölu á dögunum. 9. febrúar 2017 20:49 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15
Jeff Sessions: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. 9. febrúar 2017 12:00
Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 12:56
Ráðgjafi Trump auglýsti fatalínu Ivönku í sjónvarpsviðtali Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, notaði tækifærið í sjónvarpsviðtali við Fox News í dag og auglýsti fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, en verslunin Nordstrom tók línuna úr sölu á dögunum. 9. febrúar 2017 20:49