Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. Sjávarútvegsráðherra segir tíma til kominn að deiluaðilar hætti störukeppni og ítrekar að ríkisvaldið muni ekki leysa deiluna fyrir þá. Jafnvel þótt verkfall sjómanna hafi staðið yfir í átta vikur hverfur fiskurinn ekki úr sjónum. Hann bíður útgerðanna úthlutaður í kvótum. Engu að síður er tjónið af verkfallinu umtalsvert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnti í dag skýrslu með mati á þjóðhagslegum kostnaði við verkfall sjómanna um leið og skýrslan lá fyrir. Í henni kemur fram að verkfallið hefur áhrif á ýmsa aðra hópa en sjómenn og útgerðir. Þar má nefna flutningafyrirtæki, málmiðnað, veiðarfæragerð, vélsmíði og umbúðaiðnað svo eitthvað sé nefnt. Það eru því mörg stór og smá fyrirtæki sem verða af tekjum vegna verkfallsins og þar með starfsfólk. Mest eru áhrifin á um 2.500 starfsmenn í fiskvinnslu, en talið er að fiskverkafólk hafi nú þegar orðið af 818 milljónum króna í tekjur, sem það á ekki möguleika á að ná til baka. Lífeyrissjóðir verða af 175 milljónum króna í iðgjöld vegna þessa. Þá hafa sjómenn orðið af 3,6 milljörðum króna í ráðstöfunartekjur og þar með hafa lífeyrissjóðir orðið af 800 milljónum í iðgjöld. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur greitt út 312 milljónir og orðið af inngreiðslum upp á 126 milljónir. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs vegna staðgreiðslu og tryggingargjalds sjómanna og fiskverkafólks hafi nú þegar minnkað um 2,6 milljarða og tekjur sveitarfélaganna vegna minni útsvars um rúman milljarð. Heildartap hins opinbera er því um 3,6 milljarðar króna. Þá er áætlað að aflabrögð í janúar hafi dregist saman um 90 prósent miðað við árið í fyrra. Þegar horft er til áhrifanna á degi hverjum eru þau 380 milljónir í beinum virðisauka frá sjávarútveginum, 340 milljónir vegna greina sem tengjast sjávarútveginum og 340 milljónir vegna launa og hagnaðar sem annars færi til kaupa á vöru og þjónustu í hagkerfinu. Samanlagt rúmlega milljarður króna á dag. Þá hefur útflutningur á ferskum botnfiski dregist saman um 40 til 55 prósent og útflutningstekjur þar af leiðandi um 3,5 til fimm milljarða króna.Ef loðnuvertíðin bregst síðan verður tapið enn meira.Eins og sést á þessari mynd eru áhrif verkfallsins misjöfn, en hlutfall atvinnutekna úr fiskvinnslu og fiskveiðum er hæst á Vestfjörðum, Austurlandi og Vesturlandi. Sjávarútvegsráðherra segir stöðuna alvarlega. „Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Ekki hvað síst við dreifðari byggðir landsins. Þess vegna er það ábyrgð deiluaðila að klára málið,“ segir Þorgerður Katrín. Ráðherra segir skattgreiðendur ekki koma að því að leysa deiluna en skýrslan sé líka gerð til að deiluaðilar átti sig á þjóðhagslegum kostnaði við verkfallið. „Mér finnst þetta vera störukeppni sem er algerlega óþarfi. Menn eiga að geta náð saman. Sérstaklega í ljósi þessara niðurstaðna. Menn eiga að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Þeir verða að koma sér saman um niðurstöðuna til að við horfum ekki fram á enn lengra verkfall,“ segir Þorgerður Katrín. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ kom að gerð skýrslunnar fyrir hönd sveitarfélaganna. „Verkfallið hefur auðvitað mest áhrif þar sem eru hreinar sjávarútvegsbyggðir og hefur mikil áhrif þar sem það er.“Finnur þú það í þínu sveitarfélagi að landverkafólk sem og sjómenn hafa minna á milli handanna? „Já, það hríslast um allt samfélagið. Verslun, öll þjónusta; alveg sama hvar er. Það er mikið, mikið minna að gera,“ segir Kristinn. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. Sjávarútvegsráðherra segir tíma til kominn að deiluaðilar hætti störukeppni og ítrekar að ríkisvaldið muni ekki leysa deiluna fyrir þá. Jafnvel þótt verkfall sjómanna hafi staðið yfir í átta vikur hverfur fiskurinn ekki úr sjónum. Hann bíður útgerðanna úthlutaður í kvótum. Engu að síður er tjónið af verkfallinu umtalsvert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnti í dag skýrslu með mati á þjóðhagslegum kostnaði við verkfall sjómanna um leið og skýrslan lá fyrir. Í henni kemur fram að verkfallið hefur áhrif á ýmsa aðra hópa en sjómenn og útgerðir. Þar má nefna flutningafyrirtæki, málmiðnað, veiðarfæragerð, vélsmíði og umbúðaiðnað svo eitthvað sé nefnt. Það eru því mörg stór og smá fyrirtæki sem verða af tekjum vegna verkfallsins og þar með starfsfólk. Mest eru áhrifin á um 2.500 starfsmenn í fiskvinnslu, en talið er að fiskverkafólk hafi nú þegar orðið af 818 milljónum króna í tekjur, sem það á ekki möguleika á að ná til baka. Lífeyrissjóðir verða af 175 milljónum króna í iðgjöld vegna þessa. Þá hafa sjómenn orðið af 3,6 milljörðum króna í ráðstöfunartekjur og þar með hafa lífeyrissjóðir orðið af 800 milljónum í iðgjöld. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur greitt út 312 milljónir og orðið af inngreiðslum upp á 126 milljónir. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs vegna staðgreiðslu og tryggingargjalds sjómanna og fiskverkafólks hafi nú þegar minnkað um 2,6 milljarða og tekjur sveitarfélaganna vegna minni útsvars um rúman milljarð. Heildartap hins opinbera er því um 3,6 milljarðar króna. Þá er áætlað að aflabrögð í janúar hafi dregist saman um 90 prósent miðað við árið í fyrra. Þegar horft er til áhrifanna á degi hverjum eru þau 380 milljónir í beinum virðisauka frá sjávarútveginum, 340 milljónir vegna greina sem tengjast sjávarútveginum og 340 milljónir vegna launa og hagnaðar sem annars færi til kaupa á vöru og þjónustu í hagkerfinu. Samanlagt rúmlega milljarður króna á dag. Þá hefur útflutningur á ferskum botnfiski dregist saman um 40 til 55 prósent og útflutningstekjur þar af leiðandi um 3,5 til fimm milljarða króna.Ef loðnuvertíðin bregst síðan verður tapið enn meira.Eins og sést á þessari mynd eru áhrif verkfallsins misjöfn, en hlutfall atvinnutekna úr fiskvinnslu og fiskveiðum er hæst á Vestfjörðum, Austurlandi og Vesturlandi. Sjávarútvegsráðherra segir stöðuna alvarlega. „Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Ekki hvað síst við dreifðari byggðir landsins. Þess vegna er það ábyrgð deiluaðila að klára málið,“ segir Þorgerður Katrín. Ráðherra segir skattgreiðendur ekki koma að því að leysa deiluna en skýrslan sé líka gerð til að deiluaðilar átti sig á þjóðhagslegum kostnaði við verkfallið. „Mér finnst þetta vera störukeppni sem er algerlega óþarfi. Menn eiga að geta náð saman. Sérstaklega í ljósi þessara niðurstaðna. Menn eiga að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Þeir verða að koma sér saman um niðurstöðuna til að við horfum ekki fram á enn lengra verkfall,“ segir Þorgerður Katrín. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ kom að gerð skýrslunnar fyrir hönd sveitarfélaganna. „Verkfallið hefur auðvitað mest áhrif þar sem eru hreinar sjávarútvegsbyggðir og hefur mikil áhrif þar sem það er.“Finnur þú það í þínu sveitarfélagi að landverkafólk sem og sjómenn hafa minna á milli handanna? „Já, það hríslast um allt samfélagið. Verslun, öll þjónusta; alveg sama hvar er. Það er mikið, mikið minna að gera,“ segir Kristinn.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira