Útlendingastofnun hefur engin áhrif á vegabréfsáritanir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 20:00 Í síðustu viku var fjallað um unga konu frá Sri Lanka sem fær ekki vegabréfsáritun til Íslands til að heimsækja íslenska systur sína. Og mann sem fær ekki áritun til að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu. Í kjölfar þessara frétta hefur fréttastofu borist fjöldi ábendinga. Þar á meðal hafði maður frá Senegal samband en hann hefur búið á Íslandi í tuttugu ár, á íslenska konu og þrjú börn, en hefur aldrei getað fengið ættingja í heimsókn til sín þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta fólk fær synjun því það er talið of líklegt að það ílengist á Íslandi þar sem ræturnar séu ekki nógu sterkar í heimalandinu. Þessi áhætta er metin út frá eignum í heimalandi, fjölskyldustöðu, staðfestingu á atvinnu eða skólavist. Ríkisborgarar landa sem eru utan Schengen-svæðisins og ekki með áritunarundanþágu þurfa vegabréfsáritun. Til dæmis þurfa Kínverjar áritun en margir velta fyrir sér hvernig þeir geti þá komið í stórum hópum til landsins sem ferðamenn. Það er af því að fólkið sem ferðast til Íslands í fríum er fólk sem almennt býr við góð lífsskilyrði í heimalandi sínu, á miklar eignir og þannig talið tryggt að það snúi aftur heim til sín þegar fríinu lýkur. Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir nokkur ríki sjá um vegabréfsáritanir fyrir Ísland enda séu ekki íslensk sendiráð í þessum löndum. Þau ríki fylgi skilyrðum sem hafa verið mörkuð sameiginlega af Schengen-löndunum í þeim tilgangi að tryggja eðlilega för fólks.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun„Við erum oft að tala um ríki þar sem efnahagsaðstæður eru töluvert bágbornari en þekkist hér innan Evrópu. Fólk sem kemur á svæðið og ílengist, fer þá í ólögmæta dvöl eða óreglulega fólksflutninga inn á svæðinu, eiga oft í hættu að lenda í misneytingu, svartri atvinnu, í verstu tilfellum getur manneskjan lent í mansalsaðstæðum,” segir Þorsteinn. Síðustu daga hefur reglunum verið líkt við einangrunarstefnu Donalds Trump í Bandaríkjunum. Þorsteinn hafnar því. „Eins og okkar regluverk er sett upp þá horfir það á einstaklinginn. Einstaklingsmat í hverju máli. Ef við berum þetta saman við nýlegar framkvæmdir í Bandaríkjunum þá byggir það á grundvelli þjóðerni. Þær reglur eru almennar og ganga þvert yfir og fela í sér þannig ákveðna mismunun.“En er ekki mismunun að fátækt, eignarlaust fólk fái ekki að heimaækja ættingja sína? „Ég myndi ekki telja það mismunun. Einstaklingurinn þarf að hafa skýran tilgang til að komast inn á svæðið. Við teljum og ég held að allir telji að það sé eðlilegt að það séu gerðar lágmarks kröfur til þess að ferðaleyfið sé í samræmi við tilganginn.” En í þeim dæmum sem fréttastofa 365 hefur fjallað um er skýr tilgangur með ferðum fólksins. Það ætlar að heimsækja ættingja sína. Þorsteinn segir Útlendingastofun ekki geta tjáð sig um einstök mál eða haft áhrif á gang þeirra. „Þar sem fyrirsvarið hefur verið falið öðru ríki þá hefur Útlendingastofnun engar heimildir til að hafa afskipti af þeirri málsmeðferð,” segir Þorsteinn en bendir á að fólk geti kært niðurstöðuna sem það fær frá sendiráðinu úti til næsta stjórnstigs landsins sem fer með fyrirsvarið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30 Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Í síðustu viku var fjallað um unga konu frá Sri Lanka sem fær ekki vegabréfsáritun til Íslands til að heimsækja íslenska systur sína. Og mann sem fær ekki áritun til að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu. Í kjölfar þessara frétta hefur fréttastofu borist fjöldi ábendinga. Þar á meðal hafði maður frá Senegal samband en hann hefur búið á Íslandi í tuttugu ár, á íslenska konu og þrjú börn, en hefur aldrei getað fengið ættingja í heimsókn til sín þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta fólk fær synjun því það er talið of líklegt að það ílengist á Íslandi þar sem ræturnar séu ekki nógu sterkar í heimalandinu. Þessi áhætta er metin út frá eignum í heimalandi, fjölskyldustöðu, staðfestingu á atvinnu eða skólavist. Ríkisborgarar landa sem eru utan Schengen-svæðisins og ekki með áritunarundanþágu þurfa vegabréfsáritun. Til dæmis þurfa Kínverjar áritun en margir velta fyrir sér hvernig þeir geti þá komið í stórum hópum til landsins sem ferðamenn. Það er af því að fólkið sem ferðast til Íslands í fríum er fólk sem almennt býr við góð lífsskilyrði í heimalandi sínu, á miklar eignir og þannig talið tryggt að það snúi aftur heim til sín þegar fríinu lýkur. Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir nokkur ríki sjá um vegabréfsáritanir fyrir Ísland enda séu ekki íslensk sendiráð í þessum löndum. Þau ríki fylgi skilyrðum sem hafa verið mörkuð sameiginlega af Schengen-löndunum í þeim tilgangi að tryggja eðlilega för fólks.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun„Við erum oft að tala um ríki þar sem efnahagsaðstæður eru töluvert bágbornari en þekkist hér innan Evrópu. Fólk sem kemur á svæðið og ílengist, fer þá í ólögmæta dvöl eða óreglulega fólksflutninga inn á svæðinu, eiga oft í hættu að lenda í misneytingu, svartri atvinnu, í verstu tilfellum getur manneskjan lent í mansalsaðstæðum,” segir Þorsteinn. Síðustu daga hefur reglunum verið líkt við einangrunarstefnu Donalds Trump í Bandaríkjunum. Þorsteinn hafnar því. „Eins og okkar regluverk er sett upp þá horfir það á einstaklinginn. Einstaklingsmat í hverju máli. Ef við berum þetta saman við nýlegar framkvæmdir í Bandaríkjunum þá byggir það á grundvelli þjóðerni. Þær reglur eru almennar og ganga þvert yfir og fela í sér þannig ákveðna mismunun.“En er ekki mismunun að fátækt, eignarlaust fólk fái ekki að heimaækja ættingja sína? „Ég myndi ekki telja það mismunun. Einstaklingurinn þarf að hafa skýran tilgang til að komast inn á svæðið. Við teljum og ég held að allir telji að það sé eðlilegt að það séu gerðar lágmarks kröfur til þess að ferðaleyfið sé í samræmi við tilganginn.” En í þeim dæmum sem fréttastofa 365 hefur fjallað um er skýr tilgangur með ferðum fólksins. Það ætlar að heimsækja ættingja sína. Þorsteinn segir Útlendingastofun ekki geta tjáð sig um einstök mál eða haft áhrif á gang þeirra. „Þar sem fyrirsvarið hefur verið falið öðru ríki þá hefur Útlendingastofnun engar heimildir til að hafa afskipti af þeirri málsmeðferð,” segir Þorsteinn en bendir á að fólk geti kært niðurstöðuna sem það fær frá sendiráðinu úti til næsta stjórnstigs landsins sem fer með fyrirsvarið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30 Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30
Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42