Innlent

Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja.

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir er nú í umsagnarferli. Þar er tekið á rafrettum og þær settar undir saman hatt og sígarettur.

Eins og við greindum frá fyrr í þessari viku eru skiptar skoðanir um þetta, sumir segja þessa skilgreiningu rafretta hefta aðgengi að tæki sem hjálpað hefur milljónum reykingamanna að hætta.

Flestir virðast þó vera sammála um að nauðsynlegt sé að innleiða einhvers konar ramma eða regluverk um rafrettur. Fyrirhugað frumvarp, sem byggir á tilskipun Evrópusambandsins, gerir einmitt það.

Nokkuð hefur borið á notkun rafretta í grunn- og framhaldsskólum landsins. Samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar frá því í október síðastliðnum hafa 46% prósent stráka undir 18 ára aldri prófað rafrettu einu sinni eða oftar. 40% stelpna sögðust hafa prófaðslík tæki.

Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar er rætt við skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík sem fagnar fyrirhugðum reglum um rafrettur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×