Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 21:35 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48