Skúmaskot internetsins Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. febrúar 2017 10:00 Í ranghölum internetsins er margt um skrítin og, fyrir marga, óskiljanleg fyrirbæri. Það eru fáir tilbúnir að sökkva sér jafn djúpt og blaðamaður í myrkustu króka vefsins, en það gerir undirritaður einungis til að þjónusta lesendur blaðsins og hlýtur oft fyrir vikið djúp sár á sálina. Hér verða tekin fyrir nokkur fyrirbrigði sem eru eða hafa verið áberandi upp á síðkastið – en það má gefa sér að mikið af þeim verði orðin útrunninn og fréttir gærdagsins þegar blaðið kemur ylvolgt og ilmandi úr prentun, enda líður tíminn hratt á internet-öld.Cash Me Ousside / Howbow Dah Hér höfum við frasa sem hefur ratað víða í óendanlegu landslagi internetsins. Hann má finna á hlægilegum myndum, í kommentakerfum og status-færslum á Facebook. Sanna merkingu hans þekkja aðeins örfáir útvaldir aðilar og því er vert að staldra um stund við þennan frasa.Uppruni: Frasinn á uppruna sinn í Dr. Phil en þar var hin þrettán ára Danielle Bregoli gestur þáttarins ásamt móður sinni. Vandamálið sem þær mæðgurnar voru mættar til doktorsins með var það að Danielle er gjörsamlega stjórnlaust barn og móðir hennar algjörlega búin að fá nóg. Danielle vildi halda því fram að mamma hennar gerði „hvað sem er til að koma í veg fyrir að hún gerði skemmtilega hluti.“ Sem sagt, mjög eðlileg vandamál í lífum unglinga og aðstandenda þeirra. Áhorfendur voru Danielle hinsvegar ekki að skapi og þá segir hún meðal annars þennan umrædda frasa.Merking: Frasinn, eins og móðir hennar útskýrir fyrir Dr. Phil, þýðir í raun „hittumst úti því að ég ætla að ganga í skrokk á ykkur.“ Megin ástæðan fyrir því að þessi frasi er fyndinn og minnisstæður (en Danielle kallar áhorfendur til dæmis „hoes“ áður en hún segir hin ódauðlegu orð sem við ræðum hér, en það orð verður ekki þýtt hér) er líklega hreimurinn og „attitjúdið“ sem Danielle segir hann með. Áhorfendur og netverjar höfðu svo gaman að að nú er Danielle orðin fræg. Blaðamaður mælir með að fara á YouTube og leita myndbandið uppi; sjón er sögu ríkari.Niðurstaða: Unglingar með stæla er klassískt grín og fólk þarf að passa upp á hvað það segir og gerir í sjónvarpinu.The Dab Danssporið sem þú kannast við því að barnið þitt gerir það nánast stanslaust þér til mikils ama. Fyrir þá sem hafa lifað í helli síðasta árið þá felst það í að drjúpa höfði ofan í aðra höndina sem „dabarinn“ lætur standa fram úr líkamanum í 90° horni – sumir vilja beina hinni höndinni þráðbeinni upp í loft á meðan, en það er ekki algilt.Uppruni: Dansspor þetta kemur frá bandarísku borginni Atlanta þar sem menn hafa verið að dabba síðan 2013. Nokkrir rapparar frá þessari sömu borg hafa síðan minnst á það í lögum, til að mynda gerðu strákarnir í Migos lagið Look at my dab. Íþróttamenn – fyrst í amerískum fótbolta og síðar í evrópskum fótbolta tóku þetta upp á sína arma (bókstaflega, hehe) og þaðan barst það til unglinganna okkar.Merking: Tja, merkja dansspor eitthvað? Jú, auðvitað er um persónulega tjáningu að ræða og má líta svo á að sá sem dansar sé í raun að hrópa „ég er á lífi, sjáið mig!“ út í kosmósinn.Niðurstaða: Unglingar elska íþróttamenn, dansspor og að vera foreldrum sínum til ama. Elsta saga veraldar.Salt bae Kokkur stendur utandyra með sólgleraugu og grípur þéttingsfast en samt á mjög hugulsaman hátt í stærðarinnar kjötstykki sem er allt löðrandi í olíu, hann sker í það með nákvæmni skurðlæknis, fjarlægir kjötið af beininu sem er á stærð við kylfu hellisbúa í teiknimynd og eftir að hann hefur skorið það í sneiðar lætur hann salti rigna yfir það úr mikilli hæð – Salt bae!Uppruni: Salt bae er gælunafn tyrkneska kokksins Nusret Gökçe sem er vægast sagt fáránlega töff náungi. Upphaflega vakti hann athygli fyrir myndband þar sem hann sker og saltar steik á ansi sérstakan (og töff) máta. Hann sem sagt sleppir saltinu úr mikilli hæð yfir kjötinu og heldur handleggnum þannig að áður en saltið lendir á kjötinu rennur það af olnboganum á honum.Merking: Það er erfitt að finna merkingu í manneskju – en gælunafnið Salt bae kemur frá þessum sértaka stíl sem Nusret beitir þegar hann saltar kjöt og orðinu bae – afbrigði af „baby“ eða „elskan“ eins og er kannski auðveldast að útleggja það á íslenskunni. „Salt hjartaknúsarinn“ væri kannski best að kalla þennan drullu töff kokk.Niðurstaða: Að reyna að sjá fyrir hverslags fyrirbæri verða „viral“ er nánast ómögulegt og ef það er einhver þarna úti sem hefur einhverntímann hugsað með sér „tyrkneskur kokkur sem saltar steikur undarlega“ sem svar við spurningunni um hvað verði næst vinsælt á internetinu, þá bara... er það alveg ótrúlegt. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Í ranghölum internetsins er margt um skrítin og, fyrir marga, óskiljanleg fyrirbæri. Það eru fáir tilbúnir að sökkva sér jafn djúpt og blaðamaður í myrkustu króka vefsins, en það gerir undirritaður einungis til að þjónusta lesendur blaðsins og hlýtur oft fyrir vikið djúp sár á sálina. Hér verða tekin fyrir nokkur fyrirbrigði sem eru eða hafa verið áberandi upp á síðkastið – en það má gefa sér að mikið af þeim verði orðin útrunninn og fréttir gærdagsins þegar blaðið kemur ylvolgt og ilmandi úr prentun, enda líður tíminn hratt á internet-öld.Cash Me Ousside / Howbow Dah Hér höfum við frasa sem hefur ratað víða í óendanlegu landslagi internetsins. Hann má finna á hlægilegum myndum, í kommentakerfum og status-færslum á Facebook. Sanna merkingu hans þekkja aðeins örfáir útvaldir aðilar og því er vert að staldra um stund við þennan frasa.Uppruni: Frasinn á uppruna sinn í Dr. Phil en þar var hin þrettán ára Danielle Bregoli gestur þáttarins ásamt móður sinni. Vandamálið sem þær mæðgurnar voru mættar til doktorsins með var það að Danielle er gjörsamlega stjórnlaust barn og móðir hennar algjörlega búin að fá nóg. Danielle vildi halda því fram að mamma hennar gerði „hvað sem er til að koma í veg fyrir að hún gerði skemmtilega hluti.“ Sem sagt, mjög eðlileg vandamál í lífum unglinga og aðstandenda þeirra. Áhorfendur voru Danielle hinsvegar ekki að skapi og þá segir hún meðal annars þennan umrædda frasa.Merking: Frasinn, eins og móðir hennar útskýrir fyrir Dr. Phil, þýðir í raun „hittumst úti því að ég ætla að ganga í skrokk á ykkur.“ Megin ástæðan fyrir því að þessi frasi er fyndinn og minnisstæður (en Danielle kallar áhorfendur til dæmis „hoes“ áður en hún segir hin ódauðlegu orð sem við ræðum hér, en það orð verður ekki þýtt hér) er líklega hreimurinn og „attitjúdið“ sem Danielle segir hann með. Áhorfendur og netverjar höfðu svo gaman að að nú er Danielle orðin fræg. Blaðamaður mælir með að fara á YouTube og leita myndbandið uppi; sjón er sögu ríkari.Niðurstaða: Unglingar með stæla er klassískt grín og fólk þarf að passa upp á hvað það segir og gerir í sjónvarpinu.The Dab Danssporið sem þú kannast við því að barnið þitt gerir það nánast stanslaust þér til mikils ama. Fyrir þá sem hafa lifað í helli síðasta árið þá felst það í að drjúpa höfði ofan í aðra höndina sem „dabarinn“ lætur standa fram úr líkamanum í 90° horni – sumir vilja beina hinni höndinni þráðbeinni upp í loft á meðan, en það er ekki algilt.Uppruni: Dansspor þetta kemur frá bandarísku borginni Atlanta þar sem menn hafa verið að dabba síðan 2013. Nokkrir rapparar frá þessari sömu borg hafa síðan minnst á það í lögum, til að mynda gerðu strákarnir í Migos lagið Look at my dab. Íþróttamenn – fyrst í amerískum fótbolta og síðar í evrópskum fótbolta tóku þetta upp á sína arma (bókstaflega, hehe) og þaðan barst það til unglinganna okkar.Merking: Tja, merkja dansspor eitthvað? Jú, auðvitað er um persónulega tjáningu að ræða og má líta svo á að sá sem dansar sé í raun að hrópa „ég er á lífi, sjáið mig!“ út í kosmósinn.Niðurstaða: Unglingar elska íþróttamenn, dansspor og að vera foreldrum sínum til ama. Elsta saga veraldar.Salt bae Kokkur stendur utandyra með sólgleraugu og grípur þéttingsfast en samt á mjög hugulsaman hátt í stærðarinnar kjötstykki sem er allt löðrandi í olíu, hann sker í það með nákvæmni skurðlæknis, fjarlægir kjötið af beininu sem er á stærð við kylfu hellisbúa í teiknimynd og eftir að hann hefur skorið það í sneiðar lætur hann salti rigna yfir það úr mikilli hæð – Salt bae!Uppruni: Salt bae er gælunafn tyrkneska kokksins Nusret Gökçe sem er vægast sagt fáránlega töff náungi. Upphaflega vakti hann athygli fyrir myndband þar sem hann sker og saltar steik á ansi sérstakan (og töff) máta. Hann sem sagt sleppir saltinu úr mikilli hæð yfir kjötinu og heldur handleggnum þannig að áður en saltið lendir á kjötinu rennur það af olnboganum á honum.Merking: Það er erfitt að finna merkingu í manneskju – en gælunafnið Salt bae kemur frá þessum sértaka stíl sem Nusret beitir þegar hann saltar kjöt og orðinu bae – afbrigði af „baby“ eða „elskan“ eins og er kannski auðveldast að útleggja það á íslenskunni. „Salt hjartaknúsarinn“ væri kannski best að kalla þennan drullu töff kokk.Niðurstaða: Að reyna að sjá fyrir hverslags fyrirbæri verða „viral“ er nánast ómögulegt og ef það er einhver þarna úti sem hefur einhverntímann hugsað með sér „tyrkneskur kokkur sem saltar steikur undarlega“ sem svar við spurningunni um hvað verði næst vinsælt á internetinu, þá bara... er það alveg ótrúlegt.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira