Febrúarspá Siggu Kling – Vogin: Reiðin tekur kraftinn frá þér Sigga Kling skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Elsku vogin mín, þú veltir svo mikið fyrir þér tilgangi lífsins og ert svo mikill hugsuður, þú færð að sjálfsögðu ekki eitthvað eitt svar við því „hver tilgangur lífsins er“ en það mikilvægasta sem þú getur gert til að láta þér líða vel er akkúrat að hætta að spá í hver er tilgangur lífsins. Þú fæddist á þessari jörð til þess að hafa gaman. Til að leika þér. Til að henda út erfiðum hugsunum og hætta að reyna að breyta því sem þú getur ekki breytt. Eins og þú ert nú rosalega vitur og hefur djúpstæð áhrif á fólk þá kemur það fyrir að þú missir svolítið stjórn á þér. Það fer mest í taugarnar á þér sjálfri, en þegar þú lærir að þú getur hlegið að mistökunum og vitleysunni þá líður þér svo miklu miklu betur. Og er það kannski ekki bara tilgangurinn, að líða vel? Það er töluverður vinnumánuður fram undan, mikið skipulag og nýjar hugmyndir líta dagsins ljós. Þú ferð alveg á flug og verður alveg í essinu þínu. Það er töluvert af keppinautum í kringum þig, gefðu þeim enga athygli, þá stoppar þig ekkert, því að þú átt það til að of hugsa vandamálið, og þá verður þú reiður eða reið og það tekur kraftinn frá þér. Þessi mánuður mun leysast svo vel hjá þér, þú skalt bara slaka á og njóta. Hjá mörgum ykkar er þetta tími ástar og sérstaklega vil ég benda ykkur á, að þeir sem eru í sambandi skuli dekra við ástina sína meira en nokkru sinni fyrr. Þú þarft ekki að óttast að ástin gleypi þig með húð og hári, því að þú ert sú orka sem lifir fyrir ástina. Það er alveg með einsdæmum hvað þú ert kærleiksrík og vilt hjálpa öðrum. En þegar þér er nóg boðið áttu það til að skella í lás, það er betra að vera aðeins hógværari þó að þú hafir gert meira fyrir aðra en þú þarft. Þú átt mjög náinn vinahóp og það er afskaplega mikilvægt að þú haldir áfram að deila með þér áhyggjum og gleði. Næsti mánuður skiptir svo miklu máli, orðið traust eða að treysta er lykillinn að velgengninni. Ég á svona uppáhaldssetningu sem ég vil senda inn í hjartað þitt: „Láttu engan að þér hæða, þú munt að þínum gjörðum græða“. Ef þú ert leið út af ástinni, þá slakaðu bara aðeins á, því að það er ekki alveg víst að þú sért skotin í réttu manneskjunni, þetta er samt ekki tíminn til að taka afdrifaríkar ákvarðanir. Það er ekki nauðsynlegt að vera algjörlega viss um hvað er rétt og hvað er rangt, en skilaboðin eru að þetta er rosalega góður tími, ekki breyta neinu, þú ert að uppskera og alheimurinn mun sjá um það að þú hafir þá ást sem mun hjálpa þér og skiptir þig máli.Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Tatcher. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Elsku vogin mín, þú veltir svo mikið fyrir þér tilgangi lífsins og ert svo mikill hugsuður, þú færð að sjálfsögðu ekki eitthvað eitt svar við því „hver tilgangur lífsins er“ en það mikilvægasta sem þú getur gert til að láta þér líða vel er akkúrat að hætta að spá í hver er tilgangur lífsins. Þú fæddist á þessari jörð til þess að hafa gaman. Til að leika þér. Til að henda út erfiðum hugsunum og hætta að reyna að breyta því sem þú getur ekki breytt. Eins og þú ert nú rosalega vitur og hefur djúpstæð áhrif á fólk þá kemur það fyrir að þú missir svolítið stjórn á þér. Það fer mest í taugarnar á þér sjálfri, en þegar þú lærir að þú getur hlegið að mistökunum og vitleysunni þá líður þér svo miklu miklu betur. Og er það kannski ekki bara tilgangurinn, að líða vel? Það er töluverður vinnumánuður fram undan, mikið skipulag og nýjar hugmyndir líta dagsins ljós. Þú ferð alveg á flug og verður alveg í essinu þínu. Það er töluvert af keppinautum í kringum þig, gefðu þeim enga athygli, þá stoppar þig ekkert, því að þú átt það til að of hugsa vandamálið, og þá verður þú reiður eða reið og það tekur kraftinn frá þér. Þessi mánuður mun leysast svo vel hjá þér, þú skalt bara slaka á og njóta. Hjá mörgum ykkar er þetta tími ástar og sérstaklega vil ég benda ykkur á, að þeir sem eru í sambandi skuli dekra við ástina sína meira en nokkru sinni fyrr. Þú þarft ekki að óttast að ástin gleypi þig með húð og hári, því að þú ert sú orka sem lifir fyrir ástina. Það er alveg með einsdæmum hvað þú ert kærleiksrík og vilt hjálpa öðrum. En þegar þér er nóg boðið áttu það til að skella í lás, það er betra að vera aðeins hógværari þó að þú hafir gert meira fyrir aðra en þú þarft. Þú átt mjög náinn vinahóp og það er afskaplega mikilvægt að þú haldir áfram að deila með þér áhyggjum og gleði. Næsti mánuður skiptir svo miklu máli, orðið traust eða að treysta er lykillinn að velgengninni. Ég á svona uppáhaldssetningu sem ég vil senda inn í hjartað þitt: „Láttu engan að þér hæða, þú munt að þínum gjörðum græða“. Ef þú ert leið út af ástinni, þá slakaðu bara aðeins á, því að það er ekki alveg víst að þú sért skotin í réttu manneskjunni, þetta er samt ekki tíminn til að taka afdrifaríkar ákvarðanir. Það er ekki nauðsynlegt að vera algjörlega viss um hvað er rétt og hvað er rangt, en skilaboðin eru að þetta er rosalega góður tími, ekki breyta neinu, þú ert að uppskera og alheimurinn mun sjá um það að þú hafir þá ást sem mun hjálpa þér og skiptir þig máli.Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Tatcher.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira