Ástandið ekki boðlegt á Landspítalanum: „Hvar er Vinnueftirlitið?“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 18:59 Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann. Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann.
Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent