Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:00 Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43