Gerir athugasemdir við ummæli landlæknis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:51 Tómas Guðbjartsson er yfirlæknir á Landspítalanum og prófssor við læknadeild Háskóla Íslands. Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, gerir athugasemdir við ummæli Birgis Jakobssonar, landlæknis, sem birtust í frétt á heimasíðu embættisins í gær.Þar sagði Birgir Tómas fara með fleipur í fjölmiðlum þegar hann spurði í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld hvar eftirlitsaðilar á borð við Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið væru en rætt var við Tómas í tengslum við plássleysi á Landspítalanum. Landlæknir sagði í gær að það væri full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Sagði Birgir að það væri hlutverk þess sem veitti heilbrigðisþjónustu að bera ábyrgð á því að hún stæðist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Tómas að hann vilji leiðrétta þann misskilning sem hann segir að fram komi í tilkynningu landlæknis: „Ég sagði aldrei að landlæknir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga á Landspítala heldur nefndi ég gæði þjónustunnar. Landlæknir er eins og Vinnueftirlitið og Brunaeftirlitið eftirlitsaðili og ber ábyrgð sem slíkur, enda þótt þeir sem veita þjónustuna verði að sjá til þess að öryggi sjúklinga sé tryggt. Ég talaði heldur hvergi um að landlæknir ætti að beita dagsektum en benti á að þeim væri beitt í Svíþjóð. Ég var reyndar ekki að tala um embættið í því sambandi heldur aðeins um verklag enda væri slíku eftirliti betur komið hjá öðrum aðilum, líkt og tíðkast í Svíþjóð. Af þessu hlýt ég að draga þá ályktun að landlæknir hafi ekki hlustað nægilega vel á viðtalið við mig og hafi verið full yfirlýsingaglaður,“ segir Tómas á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir einnig frétt Stöðvar 2 frá því á laugardagskvöld. Tengdar fréttir Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, gerir athugasemdir við ummæli Birgis Jakobssonar, landlæknis, sem birtust í frétt á heimasíðu embættisins í gær.Þar sagði Birgir Tómas fara með fleipur í fjölmiðlum þegar hann spurði í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld hvar eftirlitsaðilar á borð við Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið væru en rætt var við Tómas í tengslum við plássleysi á Landspítalanum. Landlæknir sagði í gær að það væri full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Sagði Birgir að það væri hlutverk þess sem veitti heilbrigðisþjónustu að bera ábyrgð á því að hún stæðist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Tómas að hann vilji leiðrétta þann misskilning sem hann segir að fram komi í tilkynningu landlæknis: „Ég sagði aldrei að landlæknir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga á Landspítala heldur nefndi ég gæði þjónustunnar. Landlæknir er eins og Vinnueftirlitið og Brunaeftirlitið eftirlitsaðili og ber ábyrgð sem slíkur, enda þótt þeir sem veita þjónustuna verði að sjá til þess að öryggi sjúklinga sé tryggt. Ég talaði heldur hvergi um að landlæknir ætti að beita dagsektum en benti á að þeim væri beitt í Svíþjóð. Ég var reyndar ekki að tala um embættið í því sambandi heldur aðeins um verklag enda væri slíku eftirliti betur komið hjá öðrum aðilum, líkt og tíðkast í Svíþjóð. Af þessu hlýt ég að draga þá ályktun að landlæknir hafi ekki hlustað nægilega vel á viðtalið við mig og hafi verið full yfirlýsingaglaður,“ segir Tómas á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir einnig frétt Stöðvar 2 frá því á laugardagskvöld.
Tengdar fréttir Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12