Seldi kvóta úr Grímsey og fimmtán störf fjúka Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2017 06:30 Sjávarútvegur í Grímsey heldur byggðinni uppi í eynni. vísir/pjetur Einn burðarása í útgerð í Grímsey, fyrirtækið Borgarhöfði, hefur verið selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og allur kvóti fyrirtækisins með. Fimmtán stöðugildi hverfa með fyrirtækinu í byggð sem telur innan við 90 íbúa. Austurglugginn greindi frá í gær. Þrjú útgerðarfélög í eynni skulduðu Íslandsbanka rúmar þrjú þúsund milljónir í upphafi ársins 2015 og þurftu félögin að ganga til samninga við bankann til að greiða af skuldum sínum. Það hefur ekki gengið eftir í tilviki Borgarhöfða.Edda Hermannsdóttir.vísir/gvaEigendur Borgarhöfða vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu. „Reynt var til þrautar að ná samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um niðurfellingar á gengistryggðum lánum en þegar ljóst var að ekki næðust ásættanlegir samningar voru rekstrarforsendur brostnar og við þau skilyrði gat rekstur ekki haldið áfram í óbreyttri mynd,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir standa tvö fyrirtæki, Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. sem standa ekki vel þrátt fyrir skipulagningu skulda fyrirtækisins. Þau fyrirtæki eru minni en Borgarhöfði var, með um átta stöðugildi hvort um sig. KPMG segir í ársreikningi Sigurbjarnar ehf. fyrir árið 2015 að eigið fé þess fyrirtækis sé neikvætt um nærri 700 milljónir króna og við þær aðstæður leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi þess. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir bankann horfa til stöðu byggðalaga við ákvarðanir um stoðir veikra byggða. Bankinn hafi aðstoðað fyrirtæki í Grímsey og þannig stutt við byggðina. Íslandsbanki leitist við að skoða samfélagsleg sjónarmið þegar fyrirtæki í strjálum byggðum lenda í rekstrarerfiðleikum. „Íslandsbanki gerði samkomulag við fyrirtæki í Grímsey um fjárhagslega endurskipulagningu með tilliti til þessa. Bankinn hefur því leitast við að aðstoða fyrirtæki eftir bestu getu þó niðurstaðan hafi ekki alltaf orðið sú sem vonast var til,“ segir Edda Hermannsdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Einn burðarása í útgerð í Grímsey, fyrirtækið Borgarhöfði, hefur verið selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og allur kvóti fyrirtækisins með. Fimmtán stöðugildi hverfa með fyrirtækinu í byggð sem telur innan við 90 íbúa. Austurglugginn greindi frá í gær. Þrjú útgerðarfélög í eynni skulduðu Íslandsbanka rúmar þrjú þúsund milljónir í upphafi ársins 2015 og þurftu félögin að ganga til samninga við bankann til að greiða af skuldum sínum. Það hefur ekki gengið eftir í tilviki Borgarhöfða.Edda Hermannsdóttir.vísir/gvaEigendur Borgarhöfða vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu. „Reynt var til þrautar að ná samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um niðurfellingar á gengistryggðum lánum en þegar ljóst var að ekki næðust ásættanlegir samningar voru rekstrarforsendur brostnar og við þau skilyrði gat rekstur ekki haldið áfram í óbreyttri mynd,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir standa tvö fyrirtæki, Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. sem standa ekki vel þrátt fyrir skipulagningu skulda fyrirtækisins. Þau fyrirtæki eru minni en Borgarhöfði var, með um átta stöðugildi hvort um sig. KPMG segir í ársreikningi Sigurbjarnar ehf. fyrir árið 2015 að eigið fé þess fyrirtækis sé neikvætt um nærri 700 milljónir króna og við þær aðstæður leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi þess. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir bankann horfa til stöðu byggðalaga við ákvarðanir um stoðir veikra byggða. Bankinn hafi aðstoðað fyrirtæki í Grímsey og þannig stutt við byggðina. Íslandsbanki leitist við að skoða samfélagsleg sjónarmið þegar fyrirtæki í strjálum byggðum lenda í rekstrarerfiðleikum. „Íslandsbanki gerði samkomulag við fyrirtæki í Grímsey um fjárhagslega endurskipulagningu með tilliti til þessa. Bankinn hefur því leitast við að aðstoða fyrirtæki eftir bestu getu þó niðurstaðan hafi ekki alltaf orðið sú sem vonast var til,“ segir Edda Hermannsdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira