Frumsýning á Vísi: Ölkærastan með Prins Póló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2017 18:30 Á Kexinu þar sem myndbandið var tekið upp. Ölkærastan er nýtt lag eftir tónlistamanninn Prins Póló. Tónlistarmyndbandið við lagið er unnið af listamanninum Ísaki Óla Sævarssyni sem hefur undanfarin tvö ár stundað nám við Myndlistaskólann í Reykjavík. Myndbandið er lokaverk Ísaks úr náminu og má sjá í spilaranum hér að neðan.Við skólann er starfrækt diplómadeild í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun. Um er að ræða tveggja ára námsbraut þar sem nemendum gefst færi á að læra myndlist og þróa hæfileika sína í faglegu námsumhverfi. Ísak er einn af tólf nemendum diplómadeildarinnar sem jafnframt eru þeir fyrstu sem teknir voru inn í deildina. „Í náminu er lögð áhersla á frjótt vinnuferli og fjölbreytta möguleika í tækni, efni og aðferðum. Sem og að nemendur eflist, fái aukinn almennan skilning á sjónlistum, listasögunni og nútímalist. Með tæknilegri þjálfun og kynningu ólíkra listmiðla hafa nemendur tækifæri til að finna sína persónulegu leið í sjálfstæðri listsköpun,“ segir deildarstjórinn Margrét M. Norðdahl.Ísak Óli við vinnu að myndbandinu.Ísak hefur lengi fengist við að mála og er þekktur fyrir verk sín af Tinna og félögum, Einari Áskeli, strumpunum og fleiri góðum karakterum en strumparnir . Ísak hefur verið að gera tilraunir með stafrænar teikningar og hreyfimyndagerð undir leiðsögn kennara sinna í diplómadeildinni þeirra Margrétar og Lee Lynch. Hann tekur ljósmyndir flytur þær inn í Ipad og nýtir sér ,,animation‘‘ forrit til þess að teikna ofan á þessar myndir ramma fyrir ramma. Sumar myndir sækir hann af netinu og vinnur þær síðan líkt og hann gerir með myndina af Æðsta strumpi sem sést í myndbandinu. Hann hefur einnig verið að teikna beint í Ipadinn og látið teikningarnar hreyfast. Félagarnir Ísak Óli og Svavar Pétur á góðri stundu.Ísak hafði hug á því að vinna sérstaklega að tónlistarmyndbandi með þessari tækni sem hann er að tileinka sér og hafði samband við Prinsinn, Svavar Pétur Eysteinsson, sem leist mjög vel á það efni sem Ísak hafði verið að vinna og var til í samstarf. Efni fyrir myndbandið var tekið upp á tónleikum Svavars Péturs á KEX Hostel í vor af Ísaki Óla og kennurum hans. Ísak vann svo myndefnið áfram með áðurnefndum aðferðum og vann alla flóknari eftirvinnslu með aðstoð kennara síns Lee sem er kvikmyndagerðarmaður frá Kaliforníu. Ísak Óli er einn af 12 útskriftarnemum diplómadeildarinnar sem útskrifast við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum þann 23. maí. Eins og staðan er núna gætu þetta verið þeir síðustu sem útskrifast úr náminu þar sem fjármagn til menntunar fatlaðs fólks hefur verið skorið niður síðustu árin. „Námið hefur gengið frábærlega síðustu tvö árin og nemendur vaxið sem listamenn líkt og sjá mátti á útskriftarverkum þeirra á nýlokinni sýningu í Myndlistaskólanum. Það er von allra sem að náminu koma að það fáist auka fjárveiting frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að hægt sé að halda náminu áfram, fjöldi ungmenna hefur haft samband og býður eftir að geta sótt um,“ segir Margrét. Í náminu fái fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína, njóta þeirra og nýta þá til þess að auðga bæði líf sitt, samfélagið allt og auka við fjölbreytni í menningarlífinu líkt og komi svo skýrt fram í þessu samstarfi Ísaks Óla og Svavars Péturs. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Ölkærastan er nýtt lag eftir tónlistamanninn Prins Póló. Tónlistarmyndbandið við lagið er unnið af listamanninum Ísaki Óla Sævarssyni sem hefur undanfarin tvö ár stundað nám við Myndlistaskólann í Reykjavík. Myndbandið er lokaverk Ísaks úr náminu og má sjá í spilaranum hér að neðan.Við skólann er starfrækt diplómadeild í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun. Um er að ræða tveggja ára námsbraut þar sem nemendum gefst færi á að læra myndlist og þróa hæfileika sína í faglegu námsumhverfi. Ísak er einn af tólf nemendum diplómadeildarinnar sem jafnframt eru þeir fyrstu sem teknir voru inn í deildina. „Í náminu er lögð áhersla á frjótt vinnuferli og fjölbreytta möguleika í tækni, efni og aðferðum. Sem og að nemendur eflist, fái aukinn almennan skilning á sjónlistum, listasögunni og nútímalist. Með tæknilegri þjálfun og kynningu ólíkra listmiðla hafa nemendur tækifæri til að finna sína persónulegu leið í sjálfstæðri listsköpun,“ segir deildarstjórinn Margrét M. Norðdahl.Ísak Óli við vinnu að myndbandinu.Ísak hefur lengi fengist við að mála og er þekktur fyrir verk sín af Tinna og félögum, Einari Áskeli, strumpunum og fleiri góðum karakterum en strumparnir . Ísak hefur verið að gera tilraunir með stafrænar teikningar og hreyfimyndagerð undir leiðsögn kennara sinna í diplómadeildinni þeirra Margrétar og Lee Lynch. Hann tekur ljósmyndir flytur þær inn í Ipad og nýtir sér ,,animation‘‘ forrit til þess að teikna ofan á þessar myndir ramma fyrir ramma. Sumar myndir sækir hann af netinu og vinnur þær síðan líkt og hann gerir með myndina af Æðsta strumpi sem sést í myndbandinu. Hann hefur einnig verið að teikna beint í Ipadinn og látið teikningarnar hreyfast. Félagarnir Ísak Óli og Svavar Pétur á góðri stundu.Ísak hafði hug á því að vinna sérstaklega að tónlistarmyndbandi með þessari tækni sem hann er að tileinka sér og hafði samband við Prinsinn, Svavar Pétur Eysteinsson, sem leist mjög vel á það efni sem Ísak hafði verið að vinna og var til í samstarf. Efni fyrir myndbandið var tekið upp á tónleikum Svavars Péturs á KEX Hostel í vor af Ísaki Óla og kennurum hans. Ísak vann svo myndefnið áfram með áðurnefndum aðferðum og vann alla flóknari eftirvinnslu með aðstoð kennara síns Lee sem er kvikmyndagerðarmaður frá Kaliforníu. Ísak Óli er einn af 12 útskriftarnemum diplómadeildarinnar sem útskrifast við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum þann 23. maí. Eins og staðan er núna gætu þetta verið þeir síðustu sem útskrifast úr náminu þar sem fjármagn til menntunar fatlaðs fólks hefur verið skorið niður síðustu árin. „Námið hefur gengið frábærlega síðustu tvö árin og nemendur vaxið sem listamenn líkt og sjá mátti á útskriftarverkum þeirra á nýlokinni sýningu í Myndlistaskólanum. Það er von allra sem að náminu koma að það fáist auka fjárveiting frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að hægt sé að halda náminu áfram, fjöldi ungmenna hefur haft samband og býður eftir að geta sótt um,“ segir Margrét. Í náminu fái fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína, njóta þeirra og nýta þá til þess að auðga bæði líf sitt, samfélagið allt og auka við fjölbreytni í menningarlífinu líkt og komi svo skýrt fram í þessu samstarfi Ísaks Óla og Svavars Péturs.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira