Lífið

Ben Affleck hættur við að leikstýra nýrri Batman-mynd

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ben Affleck er með puttana í flestu sem tengist nýrri Batman-mynd.
Ben Affleck er með puttana í flestu sem tengist nýrri Batman-mynd. Nordicphotos/AFP
Íslandsvinurinn Ben Affleck hefur ákveðið að hætta við að leikstýra nýrri mynd um ofurhetjuna Batman. Hann mun þess í stað láta sér nægja að leika Batman, skrifa handritið og framleiða myndina.

Verið er að vinna að undirbúningi myndarinnar og reiknað er með að tökur hefjist í vor. Affleck lék Batman í myndinni Batman v Superman: Dawn of Justice og mun endurtaka hlutverkið í Justice League sem kemur út á árinu en Affleck kom meðal annars til Íslands við tökur myndarinnar.

Í sameiginlegri tilkynningu frá Warner Bros og Affleck segir að sum hlutverk séu þannig úr garði gerð að þau séu í sérstöku uppáhaldi hjá áhorfendum. Það eigi við um Batman og því hafi Affleck ákveðið að hætta við að leikstýra myndinni svo hann geti einbeitt sér að fullu að leika ofurhetjuna.

Affleck er með puttana í flestu sem viðkemur fyrirhugaðri Batman-mynd en auk þess að leika og framleiða skrifaði hann einnig handritið ásamt Geoff Johns.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×