Rannsókn þokaði lítið áfram í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 22:00 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur fyrir miðri mynd. vísir/anton brink Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og stjórnandi rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttir segir að lögreglan sé ekki nær því að ljúka rannsókn sinni eftir daginn í dag. „Við erum enn að rýna í gögn sem við erum með og binda þetta saman, það hefur ekkert nýtt komið fram í dag“ segir Grímur en leit björgunarsveitanna hefur heldur ekki skilað árangri í dag.Þá hefur lögreglan ekki enn haft uppi á ökumanni hvítrar bifreiðar sem lýst var eftir í gær, sem talið er að sé af gerðinni Honda Accord.Sjá einnig: Fólkið sem leitaði í dag: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Lögregla hefur áður tekið fram að ökumaðurinn er ekki grunaður um neitt misjafnt, en að hann gæti hugsanlega búið yfir upplýsingum sem gagnist lögreglunni. Að sögn Gríms hafi einhverjar ábendingar þó borist lögreglunni sem unnið er úr. Vinna lögreglu við rannsókn mun halda áfram á morgun og verða verkefnin af svipuðum toga. „Við munum halda áfram að vinna úr fyrirliggjandi gögnum.“ Fram kom í dag að lögregla, í kjölfar upplýsinga frá sérfræðingum, geti ekki lengur gengið út frá því að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu eins og áður var talið. Tveir menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í fyrradag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur voru fluttir á Litla Hraun í gærkvöld. Það var ekki talin þörf á að yfirheyra þá í dag en þeir voru yfirheyrðir nokkuð stíft dagana eftir handtökuna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og stjórnandi rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttir segir að lögreglan sé ekki nær því að ljúka rannsókn sinni eftir daginn í dag. „Við erum enn að rýna í gögn sem við erum með og binda þetta saman, það hefur ekkert nýtt komið fram í dag“ segir Grímur en leit björgunarsveitanna hefur heldur ekki skilað árangri í dag.Þá hefur lögreglan ekki enn haft uppi á ökumanni hvítrar bifreiðar sem lýst var eftir í gær, sem talið er að sé af gerðinni Honda Accord.Sjá einnig: Fólkið sem leitaði í dag: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Lögregla hefur áður tekið fram að ökumaðurinn er ekki grunaður um neitt misjafnt, en að hann gæti hugsanlega búið yfir upplýsingum sem gagnist lögreglunni. Að sögn Gríms hafi einhverjar ábendingar þó borist lögreglunni sem unnið er úr. Vinna lögreglu við rannsókn mun halda áfram á morgun og verða verkefnin af svipuðum toga. „Við munum halda áfram að vinna úr fyrirliggjandi gögnum.“ Fram kom í dag að lögregla, í kjölfar upplýsinga frá sérfræðingum, geti ekki lengur gengið út frá því að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu eins og áður var talið. Tveir menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í fyrradag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur voru fluttir á Litla Hraun í gærkvöld. Það var ekki talin þörf á að yfirheyra þá í dag en þeir voru yfirheyrðir nokkuð stíft dagana eftir handtökuna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01