Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 19:30 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjá meira