Líkið krufið síðar í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2017 11:15 Selvogsviti á sunnanverðu Reykjanesi, þar sem líkið fannst. Vísir/Getty Líkið sem fannst við Selvogsvita í hádeginu í gær verður krufið seinni partinn í dag. Að krufningu lokinni ætti að vera hægt að segja til með vissu hvort um lík Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúma viku, sé að ræða. Vísir greindi frá því í gær að austurrískur réttarmeinalæknir væri á leið til landsins en hann mun annast rannsóknina á líkinu. Hann er væntanlegur um hádegi en hann starfar bæði hér og erlendis við réttarmeinarannsóknir. Vonast er til að hann gæti fundið svörin við fjölda útistandandi spurninga; eins og hvort um Birnu sé að ræða, hver dánarorsök hennar var, hvenær hún lést og hvort dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gengur þó út frá því að Birnu hafi verið ráðinn bani í rauðu Kia Rio bifreiðinni, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í bílnum. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað: Austurrískur sérfræðingur á leið til landsinsEkki verður þó fyllilega úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkunum. Grímur Grímsson segir að mennirnir tveir sem grunaðir eru um aðild á málinu verði annað hvort yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. Hvort það verði gert á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þeir voru yfirheyrðir fyrir helgi, eða á Litla-Hrauni, þar sem þeir eru nú í einangrun, hefur ekki verið ákveðið. „Það getur hvort tveggja verið, það er yfirheyrslubúnaður á Litla Hrauni og svo auðvitað hér [í borginni],“ segir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í liðinni viku. Búið er að kæra þann úrskurð en ekki liggur fyrir hvort að Hæstiréttur fallist á að framlengja gæsluvarðhaldið um tvær vikur til viðbótar eins og farið hefur verið fram á. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Líkið sem fannst við Selvogsvita í hádeginu í gær verður krufið seinni partinn í dag. Að krufningu lokinni ætti að vera hægt að segja til með vissu hvort um lík Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúma viku, sé að ræða. Vísir greindi frá því í gær að austurrískur réttarmeinalæknir væri á leið til landsins en hann mun annast rannsóknina á líkinu. Hann er væntanlegur um hádegi en hann starfar bæði hér og erlendis við réttarmeinarannsóknir. Vonast er til að hann gæti fundið svörin við fjölda útistandandi spurninga; eins og hvort um Birnu sé að ræða, hver dánarorsök hennar var, hvenær hún lést og hvort dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gengur þó út frá því að Birnu hafi verið ráðinn bani í rauðu Kia Rio bifreiðinni, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í bílnum. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað: Austurrískur sérfræðingur á leið til landsinsEkki verður þó fyllilega úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkunum. Grímur Grímsson segir að mennirnir tveir sem grunaðir eru um aðild á málinu verði annað hvort yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. Hvort það verði gert á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þeir voru yfirheyrðir fyrir helgi, eða á Litla-Hrauni, þar sem þeir eru nú í einangrun, hefur ekki verið ákveðið. „Það getur hvort tveggja verið, það er yfirheyrslubúnaður á Litla Hrauni og svo auðvitað hér [í borginni],“ segir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í liðinni viku. Búið er að kæra þann úrskurð en ekki liggur fyrir hvort að Hæstiréttur fallist á að framlengja gæsluvarðhaldið um tvær vikur til viðbótar eins og farið hefur verið fram á.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30