Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. janúar 2017 10:45 Fjölgun öryggismyndavéla, endurnýjun götulýsingar og endurkoma næturstrætós er meðal þess sem á að auka öryggi fólks í miðbæ Reykjavíkur. Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík. Þá verður nýjum löggæslumyndavélum komið fyrir í miðborginni ásamt því að athuga hvort að næturstrætó verði tekinn upp á ný. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu vera með mikla gæslu í miðbæ Reykjavíkur um helgar og að nýtt samkomulag lögreglu og Reykjavíkurborgar eigi að vera til þess að auka öryggi borgara á næturlífinu.Sjá einnig: Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna315 milljónum króna verður á þessu ári varið í að skipta út götulýsingu í borginni. Kvikasilfursperum verður skipt út fyrir LED lýsingu. Forgangsraðað verður þannig að þeim perum sem eru elstar verður skipt út fyrst. Áður hefur verið reynt að auka öryggi í borginni með bættri lýsingu. Eftir að ráðist var á fjórtán ára stúlku við Klambratún í ágúst á síðasta ári brást umhverfis- og skipulagsráð við með því að samþykkja betri lýsingu á Klambratúni.Þá var ákveðið á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær að fela samgöngudeild að undirbúa tillögu um kvöld- og næturaksturs strætó. Fulltrúar lögreglu og Reykjavíkurborgar funduðu á þriðjudag og tóku ákvörðun um að fjölga löggæslumyndavélum í miðborginni úr sautján í þrjátíu og um leið fjölga vélum sem greina bílnúmer. Vélarnar sem bætast við eru ekki nýjar, heldur vélar sem eru nú þegar til. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á þriðjudag að þær virki vel og standist allar kröfur. „Við eigum 30 vélar og þær verða að hluta til endurnýjaðar og þeim breytt,“ segir Þórhallur og nefnir að hann finni fyrir breyttu viðmóti gagnvart löggæslumyndavélum eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmri viku síðan. Því skipti máli að fjölga myndavélunum.Viðtalið við Þórhall má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Mikil gæsla um helgar Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan sé með mikla gæslu í miðbæ Reykjavíkur um helgar. „Um helgar erum við með þrjá stóra bíla. Við bætum við þremur bílum um helgar sérstaklega til að fást við miðbæinn, ofan á aðra löggæslu,“ segir Jóhann Karl í samtali við Vísi. „Við höfum reiknað út ákveðna bletti þar sem er mest tilkynnt um líkamsárásir. Þar hafa verið settar upp myndavélar og þegar ástandið var sem verst þá vorum við bara með bíla þar. Um daginn um helgar og á sumrin erum við í samstarfi við sérsveit ríkislögreglustjóra, þá erum við með sérstakt miðbæjareftirlit í miðborginni. Við leggjum áherslu á svæðið í kringum Lækjartorg. Svo erum við á sumrin með reiðhjólin þar sem við sinnum útköllum á reiðhjólunum.“ Hann segir að gæsla hafi dalað eftir hrun en að lögreglan sé þó með töluvert eftirlit. „Síðan erum við með eftirlit óeinkennisklæddra lögregluþjóna. Það var meira fyrir hrun en við erum að ná skriði aftur núna. Ég viðurkenni að það dalaði um tíma. Það er handahófskennt, ekki um allar helgar en við skipuleggjum okkur fram í tímann. Þá tökum við alltaf sex til tíu staði á hverju kvöldi þar sem við förum inn og könnum aldur gesta, hvað eru margir inni, fylgjast með hvort verið sé að selja áfengi út, tölum við dyraverði, biðjum þá um að taka til fyrir framan og sópa upp.“ „Síðan er þessi nýi samningur þar sem veitingahúsum og skemmtistöðum gefst færi á að fara í samstarf við lögregluna og borgina og fá þá sérstaka límmiða í gluggana hjá sér þess efnis að þeir séu í samstarfi við lögregluna. Þá láta þeir okkur vita ef það er verið að selja fíkniefni inni á stöðunum eða ef það eru einhverjir „spúkí“ gaurar. Þeir sjá um að lýsa upp salernisaðstöðuna og hafa læsingar í lagi svo ekki sé hægt að komast inn og áreita fólk.“ Samkomulagið sem um ræðir er samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði í Reykjavík sem Reykjavíkurborg, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Samtök ferðaþjónustu, fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, skrifuðu undir í desember síðastliðnum. Þeir skemmtistaðir sem taka þátt í samkomulaginu eru með sérstakar merkingar þar sem kemur fram að þeir standi vörð um öryggi gesta og dyraverðir verða með upphandleggsarmband með sömu skilaboðum. Þeir skemmtistaðir sem eru aðilar að samkomulaginu eru: Hressó, Kofi Tómasar frænda, BarAnanas, Vegamót, Enski barinn, Danski barinn og Lebowski bar. Í samkomulaginu skuldbinda skemmtistaðir sig til að kalla til lögreglu ef upp kemst um ofbeldisbrot, kynferðisbrot og vörslu eða neyslu ólöglegra fíkniefna. Skemmtistaðir skuldbinda sig einnig til að tryggja að dyr og læsingar að salernum séu traustar svo sporna megi við ofbeldis- og kynferðisbrotum. Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Bæta við löggæslumyndavélum sem greina númeraplötur Fulltrúar Lögreglu og Reykjavíkurborgar funduðu í morgun og tekin var ákvörðun, í ljósi liðinna atburða, að fjölga löggæslumyndavélum úr sautján í þrjátíu og fjölga um leið vélum sem greina númeraplötur á bílum. 24. janúar 2017 17:22 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík. Þá verður nýjum löggæslumyndavélum komið fyrir í miðborginni ásamt því að athuga hvort að næturstrætó verði tekinn upp á ný. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu vera með mikla gæslu í miðbæ Reykjavíkur um helgar og að nýtt samkomulag lögreglu og Reykjavíkurborgar eigi að vera til þess að auka öryggi borgara á næturlífinu.Sjá einnig: Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna315 milljónum króna verður á þessu ári varið í að skipta út götulýsingu í borginni. Kvikasilfursperum verður skipt út fyrir LED lýsingu. Forgangsraðað verður þannig að þeim perum sem eru elstar verður skipt út fyrst. Áður hefur verið reynt að auka öryggi í borginni með bættri lýsingu. Eftir að ráðist var á fjórtán ára stúlku við Klambratún í ágúst á síðasta ári brást umhverfis- og skipulagsráð við með því að samþykkja betri lýsingu á Klambratúni.Þá var ákveðið á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær að fela samgöngudeild að undirbúa tillögu um kvöld- og næturaksturs strætó. Fulltrúar lögreglu og Reykjavíkurborgar funduðu á þriðjudag og tóku ákvörðun um að fjölga löggæslumyndavélum í miðborginni úr sautján í þrjátíu og um leið fjölga vélum sem greina bílnúmer. Vélarnar sem bætast við eru ekki nýjar, heldur vélar sem eru nú þegar til. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á þriðjudag að þær virki vel og standist allar kröfur. „Við eigum 30 vélar og þær verða að hluta til endurnýjaðar og þeim breytt,“ segir Þórhallur og nefnir að hann finni fyrir breyttu viðmóti gagnvart löggæslumyndavélum eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmri viku síðan. Því skipti máli að fjölga myndavélunum.Viðtalið við Þórhall má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Mikil gæsla um helgar Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan sé með mikla gæslu í miðbæ Reykjavíkur um helgar. „Um helgar erum við með þrjá stóra bíla. Við bætum við þremur bílum um helgar sérstaklega til að fást við miðbæinn, ofan á aðra löggæslu,“ segir Jóhann Karl í samtali við Vísi. „Við höfum reiknað út ákveðna bletti þar sem er mest tilkynnt um líkamsárásir. Þar hafa verið settar upp myndavélar og þegar ástandið var sem verst þá vorum við bara með bíla þar. Um daginn um helgar og á sumrin erum við í samstarfi við sérsveit ríkislögreglustjóra, þá erum við með sérstakt miðbæjareftirlit í miðborginni. Við leggjum áherslu á svæðið í kringum Lækjartorg. Svo erum við á sumrin með reiðhjólin þar sem við sinnum útköllum á reiðhjólunum.“ Hann segir að gæsla hafi dalað eftir hrun en að lögreglan sé þó með töluvert eftirlit. „Síðan erum við með eftirlit óeinkennisklæddra lögregluþjóna. Það var meira fyrir hrun en við erum að ná skriði aftur núna. Ég viðurkenni að það dalaði um tíma. Það er handahófskennt, ekki um allar helgar en við skipuleggjum okkur fram í tímann. Þá tökum við alltaf sex til tíu staði á hverju kvöldi þar sem við förum inn og könnum aldur gesta, hvað eru margir inni, fylgjast með hvort verið sé að selja áfengi út, tölum við dyraverði, biðjum þá um að taka til fyrir framan og sópa upp.“ „Síðan er þessi nýi samningur þar sem veitingahúsum og skemmtistöðum gefst færi á að fara í samstarf við lögregluna og borgina og fá þá sérstaka límmiða í gluggana hjá sér þess efnis að þeir séu í samstarfi við lögregluna. Þá láta þeir okkur vita ef það er verið að selja fíkniefni inni á stöðunum eða ef það eru einhverjir „spúkí“ gaurar. Þeir sjá um að lýsa upp salernisaðstöðuna og hafa læsingar í lagi svo ekki sé hægt að komast inn og áreita fólk.“ Samkomulagið sem um ræðir er samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði í Reykjavík sem Reykjavíkurborg, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Samtök ferðaþjónustu, fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, skrifuðu undir í desember síðastliðnum. Þeir skemmtistaðir sem taka þátt í samkomulaginu eru með sérstakar merkingar þar sem kemur fram að þeir standi vörð um öryggi gesta og dyraverðir verða með upphandleggsarmband með sömu skilaboðum. Þeir skemmtistaðir sem eru aðilar að samkomulaginu eru: Hressó, Kofi Tómasar frænda, BarAnanas, Vegamót, Enski barinn, Danski barinn og Lebowski bar. Í samkomulaginu skuldbinda skemmtistaðir sig til að kalla til lögreglu ef upp kemst um ofbeldisbrot, kynferðisbrot og vörslu eða neyslu ólöglegra fíkniefna. Skemmtistaðir skuldbinda sig einnig til að tryggja að dyr og læsingar að salernum séu traustar svo sporna megi við ofbeldis- og kynferðisbrotum.
Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Bæta við löggæslumyndavélum sem greina númeraplötur Fulltrúar Lögreglu og Reykjavíkurborgar funduðu í morgun og tekin var ákvörðun, í ljósi liðinna atburða, að fjölga löggæslumyndavélum úr sautján í þrjátíu og fjölga um leið vélum sem greina númeraplötur á bílum. 24. janúar 2017 17:22 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30
Bæta við löggæslumyndavélum sem greina númeraplötur Fulltrúar Lögreglu og Reykjavíkurborgar funduðu í morgun og tekin var ákvörðun, í ljósi liðinna atburða, að fjölga löggæslumyndavélum úr sautján í þrjátíu og fjölga um leið vélum sem greina númeraplötur á bílum. 24. janúar 2017 17:22