Ráðist var á dóttur Söru: „Óþolandi samfélag“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 10:58 Móðir stúlkunnar segir það óþolandi að stúlkur þurfi að hræðast árásir á götum úti. Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira