Lagaumhverfi gæti fælt fjárfesta frá Borgarlínunni Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Hlutur almenningssamgangna í Borgarlínunni á að vera minnst 12 prósent 2040. vísir/vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira