Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2017 16:41 Katrín Jakobsdóttir formaður VG. vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hún kveðst ekki vera búin að lúslesa stjórnarsáttmálann en sé þó búin að kasta augum yfir hann. „Það er ákveðið áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál sem þó ætti að vera mjög stórt mál. Það er ekki rætt um að það eigi að lengja fæðingarorlof heldur, einungis að hámarksfjárhæðir verði hækkaðar. Ég hef því talsverðar áhyggjur af því að það sé ekki nægileg áhersla á velferðarmálin.“ Katrín segir sáttmálann virðast vera mjög almennt orðaðan. „Það slær mann að það er talað mikið um uppbyggingu innviða en það kemur líka fram að hana eigi að fjármagna innan hagsveiflunnar. Það virðist eiga að byggja á ríkisfjármálaáætlun fyrrverandi ríkisstjórnar og ekki sé stefnt að því að styrkja tekjugrunn ríkisins. Það er líka talað fyrir því, kannski með almennari hætti, að það eigi að ráðast i sölu á hlut í bönkunum þar sem fram kemur að ekki sé æskilegt að ríkið eigi jafn mikinn hlut í bankakerfinu, þannig að það verði ráðist í einhverja bankasölu á kjörtímabilinu. Það er hins vegar ekkert rætt um einhverja endurskipulagningu á fjármálakerfinu eða kerfisbreytingar þar. Svo vekur auðvitað athygli að þeir flokkar sem hafa talað hvað mest fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi virðast hafa ákveðið að það sé mikilvægara að ná sátt um tekjuöflun, eins og það var orðað, en kerfisbreytingar,“ segir Katrín. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hún kveðst ekki vera búin að lúslesa stjórnarsáttmálann en sé þó búin að kasta augum yfir hann. „Það er ákveðið áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál sem þó ætti að vera mjög stórt mál. Það er ekki rætt um að það eigi að lengja fæðingarorlof heldur, einungis að hámarksfjárhæðir verði hækkaðar. Ég hef því talsverðar áhyggjur af því að það sé ekki nægileg áhersla á velferðarmálin.“ Katrín segir sáttmálann virðast vera mjög almennt orðaðan. „Það slær mann að það er talað mikið um uppbyggingu innviða en það kemur líka fram að hana eigi að fjármagna innan hagsveiflunnar. Það virðist eiga að byggja á ríkisfjármálaáætlun fyrrverandi ríkisstjórnar og ekki sé stefnt að því að styrkja tekjugrunn ríkisins. Það er líka talað fyrir því, kannski með almennari hætti, að það eigi að ráðast i sölu á hlut í bönkunum þar sem fram kemur að ekki sé æskilegt að ríkið eigi jafn mikinn hlut í bankakerfinu, þannig að það verði ráðist í einhverja bankasölu á kjörtímabilinu. Það er hins vegar ekkert rætt um einhverja endurskipulagningu á fjármálakerfinu eða kerfisbreytingar þar. Svo vekur auðvitað athygli að þeir flokkar sem hafa talað hvað mest fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi virðast hafa ákveðið að það sé mikilvægara að ná sátt um tekjuöflun, eins og það var orðað, en kerfisbreytingar,“ segir Katrín.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56
Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00