Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 23:57 Sema Erla Serdar. Vísir/Eyþór Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira