Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 23:57 Sema Erla Serdar. Vísir/Eyþór Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Í dag fór fram stofnfundur samtakanna SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. SOLARIS eru fyrstu samtökin sem stofnuð eru á Íslandi sem munu einblína sérstaklega á stöðu hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samtökin eru stofnuð að frumkvæði Semu Erlu Serdar en stór hópur fólks sem telur að bæta þurfi aðstæður og auka réttindi hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi komu að stofnun samtakanna.Vantaði allan hefðbundinn húsbúnað Í samtali við Vísi segir Sema Erla að fréttir af bágum aðstæðum hælisleitenda á Skeggjagötu í Reykjavík hefðu verið kveikjan að frumkvæði sínu að stofnun samtakanna. Semu ofbauð aðbúnaður fólksins en þar vantaði allan hefðbundinn húsbúnað, þannig fólk neyddist til að sitja og snæða á gólfum. Viðbrögð Semu voru þau að senda út neyðarútkall á Facebook, þar sem um 300 manns höfðu samband við Semu og buðust til þess að leggja sitt af mörkum og gefa allskyns húsbúnað svo fólkið á Skeggjagötunni gæti lifað eðlilegu lífi. Að sögn Semu kom svo í ljós að Skeggjagatan var bara eitt dæmi af mörgum og því ljóst að nauðsyn er fyrir samtök sem beita sér fyrir hælisleitendur. Markmið samtakanna er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Sema segist vita að aðstæður sumra hælisleitenda séu jafnvel verri en á Skeggjagötunni. „Við erum að tala um fólk sem hefur nú gengið í gegnum ýmislegt og misst allt“ segir Sema sem segir að SOLARIS vilji að hælisleitendur og flóttafólk fái aukið aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, hvort sem um sé að ræða sálfræðiþjónustu eða læknisþjónustu. Þá sé mikilvægt að fólkið geti unnið. Sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök„Við viljum að þeir fái aukin réttindi, til dæmis að fá að vinna. Við erum öll fólk og flest viljum við geta unnið fyrir okkur“ segir Sema sem segir margt hafa breyst á undanförnum árum og að það sé leitt að kerfið hafi ekki getað þróast með því „Það er í rauninni mjög sorglegt að það þurfi að stofna svona samtök. Að það sé í alvörunni svona mikið sem er að í kerfinu að almenningur þurfi hreinlega að rísa upp og fara að berjast fyrir hlutum sem við flest tökum sem sjálfsögðum.“ Að sögn Semu var góð mæting á stofnfund samtakanna í kvöld. Fyrsta verkefnið sé að hitta önnur samtök, hópa og einstaklinga sem vinna að þessum málum. „Það er fólk út um allt samfélagið sem er að vinna að ýmsu sem kemur inn á þennan málaflokk og við viljum sem samtök sameina þessa hópa, að við höfum einhvern samastað og komið saman svo við séum ekki að vinna sömu verkin í mismunandi hornum“ segir Sema sem segir að félagið muni vilja fá að funda með nýjum innanríkisráðherra sem fyrst til að ræða málaflokkinn.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira