Innlent

Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarsveitir halda áfram að leita að Birnu en í dag var sett upp gult tjald við Hafnarfjarðarhöfn.
Björgunarsveitir halda áfram að leita að Birnu en í dag var sett upp gult tjald við Hafnarfjarðarhöfn. vísir/vilhelm

Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá þessu á Facebook.

Leitað verður áfram á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði auk þess sem leitað verður á vegaslóðum á Strandarheiði á Reykjanesi en það er gert vegna vísbendinga sem borist hafa frá almenningi.

Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði eru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni að störfum, sérsveitin og björgunarsveitir. Þá taka bátar gæslunnar, Baldur og Óðinn, einnig þátt í leitinni. Búið er að setja upp gult tjald á svæðinu eins og sést á myndinni hér að ofan en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er tjaldið fyrir kafarana sem eru að störfum eftir að þeir koma upp úr köldum sjónum. 

Frá leitaraðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 14:40 í dag. Vísir/Vilhelm

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út á öðrum tímanum í dag. Í tilkynningu frá lögreglu segir að leitað sé út frá fjölmörgum vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og er unnið samkvæmt því. 

Lögreglan minnir á að enn er hægt að koma upplýsingum á framfæri í síma lögreglu 444-1000 eða í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Fréttin var seinast uppfærð klukkan 14:21.

vísir/vilhelm

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.